Saturday, December 29, 2012

Heklað teppi

Samstarfskona mín eignaðist barn á dögunum
og ég heklaði þetta teppi handa barninu
akkúrat passlegt í vagninn sagði hún :)


Tuesday, December 25, 2012

Skraut á jólapakkana

Svona fiðrildi voru á mörgum jólapökkum frá okkur
þessi jólin, ég hef alltaf jafn gaman af svona pappírsbrotum.


Friday, December 21, 2012

Þæfðir englar.


Ég prjónaði þessa engla eftir uppskrift á netinu
þeir eru svo þæfðir og í þæfingunni fór eitthvað úrskeiðis
og englarnir urðu hálf gráir.
Svo ég ákvað að lita þá með matarlit og viti menn
nú á ég þessa fallegu bleiku engla.






Sunday, December 16, 2012

Aðventukrans

Það er alveg ómissandi að hafa aðventukrans
í ár steypti ég kertin sjálf og þennan fjölnota kertastjaka
keypti ég mér 2011.


Friday, November 23, 2012

Jólakort

Jóla jóla jóla
það er alltaf svo gaman að gera jólakort
úr endurunna pappírnum mínum.

Monday, November 19, 2012

Meiri kertagerð.

Eins og ég hef áður talað um heillar endurvinnsla mig
það eina sem ég keypti í þessi kerti var kveikurinn
vinir og vandamenn eru duglegir við að færa mér vax
og fyrir það er ég þakklát.




Thursday, November 8, 2012

Kertagerð

Fyrsti í kertagerð fyrir þessi jól
og í fyrsta sinn sem ég steypi kerti í krukkur,
og ég er nokkuð ánægð með árangurinn.





Monday, November 5, 2012

Heklað utan um herðatré

Ég man að mamma átti svona,
sem hún hefur sennilega gert í hússtjórnarskólanum
og hún notaði þau alltaf undir spatifötin.
Ég gerði nokkur eftur uppskrift úr  Þóra heklbók
 og gaf í allskonar gjafir.



Tuesday, October 30, 2012

Heklað dúkkuteppi.

Mig langaði til að prófa að hekla þetta munstur
en nennti ekki að gera barnateppi svo ég gerði
bara dúkkuteppi.

Thursday, October 25, 2012

Heklaðir smekkir

Og áfram held ég í heklinu
uppskrift af þessum smekkjum er ókeypis á tinna.is
og ég skildi hana alveg
JIBBÍ

Tuesday, October 16, 2012

Hvalapeysa

Þessi peysa heillaði mig frá fyrstu sýn
allir þessir fallega bláu litir.
Hana fékk svo fallegur herramaður í afmælisgjöf.

Friday, October 12, 2012

Ræktun

Maðurinn minn kom heim úr vinnunni einn daginn með plöntu
sem honum var gefin, við vorum ekki viss hvaða planta var í pottinum
og skemmtum okkur við að horfa á hana vaxa.
Niðurstaðan er paprika.





Sunday, September 16, 2012

Endurunninn pappír í jólakortin 2012

Það er orðinn fastur liður hjá mér að endurvinna pappír í jólakortin.
Í fyrsta sinn prófaði ég að blanda saman rauðum og bláum lit
og fékk þennan fallega fjólubláa.


Friday, September 14, 2012

Ullarsokkar með kaðlaprjóni.

Systir mín bað mig um að prjóna ullarsokka á kærastann sinn
og hún valdi þessa sokka úr bókinni sokkar og fleira.
Þeir koma bara ljómandi vel út ég á pottþétt eftir að prjóna nokkra svona.


Friday, September 7, 2012

Húfa í leikskólann.

Lítilli frænku minni vantaði góða húfu í leikskólann
og ég ákvað að prjóna þessa út Prjónaperlum.
Hlý og góð og niður fyrir eyrun, reyndar var fyrsta útgáfa
of lítil svo ég gerði bara aðra mjög gaman að prjóna þetta munstur.


Móðir hennar var svo elskuleg að senda mér mynd af henni með húfuna
(vettlingana keypti ég á Jólamarkaði Barra).




Monday, September 3, 2012

Leikskóla föt

Ég þekki glænýjan leikskólamann
og ég er svo heppin að mamma hans hefur ekki gaman af að prjóna ;)
Þess vegna prjónaði ég nokkrar flíkur og færði honum
svo honum verði hýtt í útivistinni í leikskólanum í vetur.






Sunday, August 19, 2012

Kortagerð

Ég hef alltaf jafn gaman af endurnýtingu
og eitt af því er kortagerð.
Allskonar bækingar og annað sem til fellur heima hjá mér
endar oft í tækifæriskorti.


Saturday, August 18, 2012

Dónahúfa og eyrnaband

Róbert vinur minn varð sextugur á dögunum,
hann hafði séð mynd af dónahúfu sem ég prjónaði
handa tengdasyni mínum á netinu og óskaði sér eins
og svo langaði honum líka í eyrnaband.




Friday, August 17, 2012

Ungbarnasokkar

Og svo stækka blessuð börnin
og þá er hægt að halda áfram að prjóna á þau
þessir sokkar eru úr Sokkabókinni.


Thursday, August 16, 2012

Hekluð bókamerki

Skemmtileg tækifærisgjöf handa þeim sem lána mér bækur,
gaman að skila bók með bókamerki í.
Uppskriftin er í Þóra heklbók.


Sunday, June 17, 2012

Pottaleppar

Næsta æfingaheklustikki úr Þóra heklbók
voru pottaleppar, þeir fyrstu urðu heldur stórir
og svo var bara erfitt að stoppa ;)
Skemmtilegt verkefni.


Saturday, June 16, 2012

Hekl

Mig hefur lengi langað til að læra að hekla
svo ég keypti mér Þóra heklbók og byrjaði bara,
leiðbeiningarnar þar eru auðskiljanlegar
fyrsta verkefnið mitt var löber.

Friday, June 15, 2012

Stórafmæli

Af og til koma svo stórafmæli
mágur minn varð 50 og kona hans 40 á dögunum.
Ég ákvað að prjóna handa honum lopapeysu úr bókinni
prjónað úr íslenskri ull
og prjóna munsturprjónaðar kertaluktir handa henni
frumraun í munsturprjóni hjá mér jibbí.
Svo bjó ég til kort og pakkaði herlegheitunum inn
ég er mjög ánægð með þetta hjá mér.



Flotti kallinn minn í peysu bróður síns ;)

Sunday, May 20, 2012

Ungbarnapeysa og húfa

Alltaf fæðast blessuð börnin
vinur minn Róbert varð afi í 4 sinn á dögunum,
þessa peysu fékk sonarsonur hans Ewan Leonard Swain.


Móðir hans var svo elskuleg að senda mér mynd af Ewan í peysunni.




Tuesday, May 15, 2012

Þæfðir flöskupokar

Pabbi minn fékk svona flöskupoka í afmælisgjöf
þegar hann varð sjötugur, mér fannst hann mjög flottur
og fór að grafast fyrir um uppskriftina.
Prjónakona á facebook var svo elskuleg að senda
mér uppskriftina í tölvupósti.

Sunday, May 13, 2012

Gallapils

Svona er ég dásamlega heppin,
þrennar gallabuxur gáfu upp öndina á heimili mínu
í sömu vikunni og mig sem hefur lengi langað í gallapils.
Svo ég hannaði,sneið og saumaði þetta pils
og er bara mjög ánægð með útkomuna.



Saturday, May 12, 2012

Dóna-húfa

Þetta er afmælisgjöf handa tengdasyninum
hann var ánægður sýndist mér ;)
notar hana í veiðina í haust.
Uppskriftina fann ég á netinu
og mixaði hana fyrir Smart band.

Sunday, April 22, 2012

Páskaskraut

Þá eru komnir páskar og þetta páskaskraut er eftir enskri uppskrift
sko guli vasinn, maðurinn minn gaf mér hænsnin. ;)


Tuesday, April 17, 2012

Fiðrildahúfa.

Og áfram held ég með prjóna-áramóta-heitið mitt
læra að prjóna eftir enskum uppskriftum.
Ég er mjög glöð með að hafa skilið þessa uppskrift
húfuna fékk svo systir mín í afmælisgjöf með sjalinu hér fyrir neðan.

Monday, April 16, 2012

Sjal

Frumraun mín í sjalaprjóni leit dagsins ljós um daginn
uppskriftin er að vestan og hundgömul
mér finnst best hvað hún er einföld.
Systir mín fékk svo sjalið í afmælisgjöf,
ég á eftir að gera mér annað svona bleikt
svo létt og mjúkt.

Saturday, April 7, 2012

Sokkar úr Sisu

Systurdóttir mín varð 13 ára á dögunum
og fékk þessa sokka frá mér,
hún fór strax í þá og var í þeim alla afmælisveisluna.
Uppskriftin er í sokkaprjón bókinni.