Monday, January 30, 2012

Kortagerð

Ég hef gaman af einu og öðru í handavinnu og eitt af því er að búa til tækifæriskort.
Ég flokka kortagerð að vissu leiti sem endurvinnslu
þar sem margt má skemmtilegt finna í daglegu lífi
til að skreyta með kort.

Sunday, January 22, 2012

Ömmuteppi

Ég hafði oft séð svona teppi hjá fólki
og í hvert skipti langaði mig að hekla það.
Vandræðin voru bara að ég kunni ekki að hekla
Henný vinkona mín sýndi mér hvernig á að gera
og vola ég á ömmuteppi
fyrsta heklið mitt.


Saturday, January 21, 2012

Sokkar

Kristjana systir á fyrst afmæli
ég gaf henni þessa sokka.
Þeir með niðurbrotinu eru úr bókinni Sokkaprjón
hinir eru úr hausnum á mér en í stíl við lopapeysuna
sem ég gaf henni í jólagjöf.


Sunday, January 15, 2012

Lopapeysur

Þetta eru tvær lopapeysur sem ég gaf í jólagjöf
svarta er úr lopa og band blaði
hvíta úr gömlum lopa einblöðungi en svo sá ég hana líka í
bókinni Prjónað úr íslenskri ull.

Saturday, January 14, 2012

Áramótaprjónaheitið mitt 2012


er að læra að prjóna eftir enskum uppskriftum
og líka ætla ég að gefa öllum handunnar afmælisgjafir
og pósta þeim hér.
En fyrst prjónaði ég eina peysu handa mér
uppskriftin er í bókinni
Prjónað úr íslenskri ull