Sunday, September 16, 2012

Endurunninn pappír í jólakortin 2012

Það er orðinn fastur liður hjá mér að endurvinna pappír í jólakortin.
Í fyrsta sinn prófaði ég að blanda saman rauðum og bláum lit
og fékk þennan fallega fjólubláa.


Friday, September 14, 2012

Ullarsokkar með kaðlaprjóni.

Systir mín bað mig um að prjóna ullarsokka á kærastann sinn
og hún valdi þessa sokka úr bókinni sokkar og fleira.
Þeir koma bara ljómandi vel út ég á pottþétt eftir að prjóna nokkra svona.


Friday, September 7, 2012

Húfa í leikskólann.

Lítilli frænku minni vantaði góða húfu í leikskólann
og ég ákvað að prjóna þessa út Prjónaperlum.
Hlý og góð og niður fyrir eyrun, reyndar var fyrsta útgáfa
of lítil svo ég gerði bara aðra mjög gaman að prjóna þetta munstur.


Móðir hennar var svo elskuleg að senda mér mynd af henni með húfuna
(vettlingana keypti ég á Jólamarkaði Barra).




Monday, September 3, 2012

Leikskóla föt

Ég þekki glænýjan leikskólamann
og ég er svo heppin að mamma hans hefur ekki gaman af að prjóna ;)
Þess vegna prjónaði ég nokkrar flíkur og færði honum
svo honum verði hýtt í útivistinni í leikskólanum í vetur.