Sunday, December 1, 2013

Borðtuskur

Þóra heklbók hefur uppá mörg skemmtileg verkefni að bjóða
þessar borðtuskur eru úr taubleium og heklað utan um þær.
Skemmtilegt verkefni og ég hef gert margar.



Jólakort

Og  svo eru það blessuð jólakortin.
Ég veit fátt skemmtilegara í desember en að dunda við að búa til
og skrifa á jólakort.




Jólakertin

Fyrsta jólaföndrið mitt er alltaf kertagerð
ég hef svo gaman af að sjá kertin verða til
og svo er svo gaman að hafa sitt eigið kertaljós.


Saturday, November 16, 2013

Herra lopapeysa.

Ég prjónaði á dögunum
þessa lopapeysu á mág minn
í tilefni 40 ára afmælis hans.
Kaðlarnir gefa svo skemmtilegan svip.



Hekluð snjókorn

Ég keypti mér bók með hekluðum snjókornum
af öllum stærðum og gerðum.
Þetta fannst mér skemmtilegt verkefni.
Ég stífaði snjókornin með sykurvatni 1 dl sykur 1 dl vatn.







Friday, October 25, 2013

Ræktun af afgöngum

Ég sá á netinu að hægt væri að rækta grænmeti í vatni
og ákvað að prófa, þetta var skemmtilegt og gekk vel.

















Ég klippti laukinn að þessu hvíta
og hann óx aftur
og kálið klippti ég allt af
og það óx aftur.
















Prófað þetta líka með blaðlauk
að klippa hann við þetta hvíta og hann óx aftur.

Ungbarnahúfur

Hnoðrar og hniklar
eru með skemmtilegt verkefni
það má bara prjóna úr bandi sem maður á
ekki kaupa neitt.
Þetta var september verkefnið mitt hjá þeim.


Í byrjun september sendi ég þeim þessa mynd og sagðist 
ætla að gera tvær húfur.


Í lok september sendi ég svo mynd af húfunum
mjög skemmtilegt verkefni.


Gjafapappír

Ég fann þessa hugmynd á netinu og ákvað að prófa
þar sem ég er mjög hrifin af endurvinnslu.


Ég tók opnu úr glanstímariti og saumaði munstur í það 
með saumavél.


Málaði svo yfir með þekjulit.



Og þetta var útkoman 
ekki kannski fallegasti gjafapappír í heimi
en skemmtileg tilraun.



Karteflurækt

Strangt til tekið er karteflurækt ekki handavinna ;)
en mikið hafði ég gaman af þessu í sumar.
Sonur minn vildi setja niður karteflur og við
eigum engar garð svo þetta var lausnin


5 svartir ruslapokar með 8 karteflum í hver


Þessar karteflur okkar eru lífrænt ræktaðar og fengu 
oftast nóg vatn.


Þarna eru prinsarnir mínir við upptöku á karteflum 
spennan í hámarki.


 Og þarna er uppskeran okkar
við erum stolt af henni ca 5 föld uppskera
og bragðast betur en nokkrar aðrar karteflur
að okkar mati.


Saturday, March 30, 2013

Kría.

Mín útfærsla á Kríu úr Heklubók Þóru
skemmtilegt sjálfmunstrandi band.


Thursday, March 21, 2013

Mars swap á Bland.is

Fékk þennan dásamlega pakka frá swapvini mínum á dögunum
uppáhalds litirnir mínir, elska svona leiki.


Tuesday, March 12, 2013

Bílasokkar

Ég hitti dásamlegann bláeygðan dreng með móður sinni 
og datt þá í hug að þessir sokkar úr sokkabókinni
myndu fara honum vel sem þeir og gerðu.


Saturday, March 2, 2013

Leyniprjón

Ég hef gaman af allskyns prjónaskap
og leyniprjón finnst mér sérstaklega skemmtilegt.
Það fer þannig fram að gefinn er upp smá skamtur af uppskriftnni á hverjum degi
og maður hefur ekki hugmynd um hvað maður er að prjóna.
Þetta leyniprjón var sérstaklega skemmtilegt vegna þess að þegar því lauk
hafði ég ennþá ekki grænan grun um hvað ég var að prjóna.
Svona leit leyniprjónið út og mér datt helst í hug einhverskonar veski,

En niðurstaðan var þessar líka fínu tátiljur.
.

Thursday, February 21, 2013

Sokkar.

Mamma mín átti afmæli í febrúar
og ég prjónaði þessa sokka handa henni úr Kambgarni
uppskriftin er í bókinni Sokkaprjón.

Wednesday, February 13, 2013

Dóna-húfa.

Sonur minn elskulegur bað mig um að prjóna svona húfu handa sér,
alltaf flottastur.

Sunday, February 3, 2013

Grænmetis og ávaxta - poki.

Eins og ég hef áður sagt er ég mikil áhugamanneskja um endurvinnslu hvernskonar,
þess vegna datt mér í hug að sniðugt væri að bera minna af plastpokum
heim úr verslunum.
Ég hugsaði málið og datt svo niður á þá hugmynd að gera poka
fyrir grænmeti og ávexti og taka hann alltaf með í búðina.
Ég hef notað hann frá áramótum og gengur bara vel og tilfinningin að
spara plast er góð.

Monday, January 14, 2013

Þæfðir vettlingar

Ég prjónaði nokkra svona vettlinga og þæfði þá svo
til að setja í jólapakka 2012.
Ég er sérstaklega ánægð með hvað
þeir eru liprir og mjúkir.



Thursday, January 10, 2013

Swap

Ég hef svo gaman af svona hannyrðaleikjum sem kallast Swap
og eru á bland.is.
Sagan á bak við þennan pakka er sniðug, ég beið og beið 
og enginn pakki kom en svo mánuði seinna var hringt í mig frá 
pósthúsinu á Sandgerði og sagt að ég ætti pakka þar sem er gott og blessað nema
ég á heima á Egilstöðum.
En pakkinn skilaði sér þökk sé dásamlegu starfsfólki póstsins sem leggur 
á sig ómælda vinnu til að koma pökkum til skila.


Saturday, January 5, 2013

Brjóstsykursgerð.

Hann Pétur vinur minn bauð mér í brjóstsykursgerð
heim til sín í desember.
Þetta var brjóstsykursgerð 101 sagði hann mér
og lofaði framhaldsnámskeiði síðar.





Friday, January 4, 2013

Þæft garðaprjónsteppi.

Ég átti svo mikið af afgöngum af þreföldum plötulopa
svo ég ákvað að prjóna afgangateppi og svo datt mér í hug
að þæfa teppið og þá passaði það alveg í hundabúr.
Svo góður hundur fékk það í jólagjöf.