Monday, January 14, 2013

Þæfðir vettlingar

Ég prjónaði nokkra svona vettlinga og þæfði þá svo
til að setja í jólapakka 2012.
Ég er sérstaklega ánægð með hvað
þeir eru liprir og mjúkir.



Thursday, January 10, 2013

Swap

Ég hef svo gaman af svona hannyrðaleikjum sem kallast Swap
og eru á bland.is.
Sagan á bak við þennan pakka er sniðug, ég beið og beið 
og enginn pakki kom en svo mánuði seinna var hringt í mig frá 
pósthúsinu á Sandgerði og sagt að ég ætti pakka þar sem er gott og blessað nema
ég á heima á Egilstöðum.
En pakkinn skilaði sér þökk sé dásamlegu starfsfólki póstsins sem leggur 
á sig ómælda vinnu til að koma pökkum til skila.


Saturday, January 5, 2013

Brjóstsykursgerð.

Hann Pétur vinur minn bauð mér í brjóstsykursgerð
heim til sín í desember.
Þetta var brjóstsykursgerð 101 sagði hann mér
og lofaði framhaldsnámskeiði síðar.





Friday, January 4, 2013

Þæft garðaprjónsteppi.

Ég átti svo mikið af afgöngum af þreföldum plötulopa
svo ég ákvað að prjóna afgangateppi og svo datt mér í hug
að þæfa teppið og þá passaði það alveg í hundabúr.
Svo góður hundur fékk það í jólagjöf.