Thursday, December 31, 2015

2016 minimalisk áskorun

1.janúar 2017 ætla ég að eiga milljón inná bankabók.
Ég ætla að safna mér fyrir litlu húsi með garði.
Ég er búin að fá mér bók í bankanum mínum og inná hana 
fer 84.000 kr sjálfkrafa mánaðarlega af launareikninginum mínum.
Ég fæ um 350 þúsund útborgað á mánuði
100 þús fara í leigu
84 þús á bókina
60 þús í mat (15 þús á viku)
þá eru eftur 106 þús í annað
og já maðurinn minn borgar aðra reikninga og nei hann er ekki með mér í þessu :)

Ég hef skilgreint það sem ég ætla ekki að kaupa

föt
raftæki
húsbúnað
te
kaffihús 
út að borða
gjafaumbúðir 
kort
húsgögn
bakkelsi
tilbúinn mat
bækur 
tímarit
gos
snakk 
popp

Ég hef skilgreint það sem ég ætla að kaupa

matur ekki yfir 15 þús á viku
tölvu þegar mín gefur upp öndina
hreinlætisvörur á mig og heimilið lífrænar
læknir / lyf
bensín /viðgerðakostnaður á bíl
flugmiðar hótel og farartæki í ferðalagi
skólagjöld og námskeiðsgjöld
viðgerðakostnaður
klipping 4x á ári
tónlistaráskrift af Spottify
nudd
gjafir 2000 á mann
eitt deit á mánuði með manninum mínum (má vera kaffihús eða út að borða)

Ég bý til matarplan á sunnudögum fyrir vikuna og versla fyrir það
svo fer ég aftur í búð fyrir helgina.

TIL AÐ HALDA MÉR VIÐ EFNIÐ ÆTLA ÉG 
AÐ PÓSTA HÉR Í BYRJUN HVERS MÁNAÐAR HVERNIG HEFUR GENGIÐ.

Friday, December 25, 2015

Fata - tilraun

Á aðfangadag byrjaði ég á smá tilraun
ég ætla ekki að þvo föt aftur fyrr en ég neyðist til þess.
Tilgangur þessarar tilraunar er að finna út hvað af fötunum mínum
ég nota og hvað ég get losað mig við.
Prófa að fara í önnur föt en þessi sem ég geng í venjulega.
Í lok þessarar tilraunar verða bara föt sem ég nota í fataskápnum mínum.


Vika 1.
 Óhreinatauið mitt og föt sem ég mig langar ekki að vera í og ætla að losa mig við.


Vika 2.
Óhreinatauið mitt og föt sem mig langar aldrei að fara í og ætla að losa mig við.


Vika 3.
Þetta eru öll fötin mín.
Pokarnir þrír aftast eru á leið í Rauðakrossinn, annað ætla ég að nota.

Útiföt
1 kuldagalli
1 úlpa
1 spari-úlpa
1 vindbuxur
1 vindjakki
1 lopapeysa
1 ullasokkar
1 húfa 
1 trefill
1 kragi
1 vettlingar

Hversdagsföt
4 gallabuxur
2 leggings
2 gollur
4 rúllukragapeysur
4 peysur
3 kjólar
3 T-bolir
3 hlírabolir
15 sokkapör
3 brjóstahaldarar
8 nærbrækur

Spariföt
3 kjólar
4 sokkabuxur 
2 buxur
1 skyrta
1 golla
1 sjal

Hlaupaföt
1 buxur
1 bolur með brjóstahaldara
1 bolur
1 toppur
1 jakki 
1 vindjakki

Skór
1 gönguskór
1 hlaupaskór
2 strigaskór
2 spariskór
1 uppháir skór
1 sumarskór

Annað
1 janus föðurland
1 janus T-bolur
1 sundbolur
2 náttbuxur 
3 náttbolir 
1 kósípeysa

97 flíkur alls.

Ég hef ákveðið að kaupa mér ekki föt þetta árið 
heldur ganga út úr því sem ég á.
Þegar mig vantar svo föt í tímans rás
ætla ég að kaupa föt sem eru vönduð 
og unnin á viðeigandi hátt 
og fólki er borgað viðeigandi laun fyrir vinnu sína, 
og vinnuaðstæður þess góðar.
En meira um það þegar þar að kemur.

Sunday, December 20, 2015

Tilraun.

Ég á gamalt eldhúsborð sem hægt er að stækka
það er illa farið og næsta sumar ætla ég að pússa það upp.
Ég rakst á þessa hugmynd á netinu og ákvað að prófa.


Þetta er gamla borðið mitt.


Ég þvoði það vel og bustaði
og þurrkaði svo.


Tók síðan mæjónes :)


Og makaði á borðið.


Þvoði það svo af.
Talað var um að þetta myndi fjarlægja
minniháttar rispur.
En gamla borði mitt er of rispað svo það 
bíður sumarsins.

Monday, December 14, 2015

Heimatilbúinn svitalyktareyðir

Þessi svitalyktareyðir er æði
ég fann hann á youtube og ákvað að prófa.
Ég bar hann á mig og fór í peysu sem ég svitna alltaf í 
og svo fór ég í próf.
Og vitið menn engin svitalykt.


Inninhald: kókosolía, maizenamjöl og matarsódi.


Allt sett í skál og hitað í vatnsbaði.


Og fyrst ég var að þessu gerði ég líka tannkrem.

Svitalyktareyðir uppskrift.

2 msk matarsódi
2 msk maizenamjöl
3 msk kókosolía

allt hrært saman 
og brætt í vatnsbaði.

Saturday, December 12, 2015

Uppþvottalögur - sparnaðarráð

Einu sinni keypti ég alltaf Neutral uppþvottalög
en núna hef ég skipt yfir í Ecover umhverfisvæna uppþvottalöginn.
Ég blanda hann til helminga með vatni
og það gerir alveg sama gagn en er 50 prósent sparnaður.

Monday, December 7, 2015

Kertin mín

Ég elska að búa til kerti.
Vinir og vandamenn gefa mér kertaafgagna
sem ég bræði og bý til ný kerti úr.
Ég kaupi kertakveikinn í Föndru og 
glösin í Rauðakross búðinni.



Sunday, December 6, 2015

Heimatilbúið sjampó.

Mig langar að búa til mínar snyrtivörur sem mest sjálf.
Ég hef búið til mitt tannkrem sjálf í nokkra mánuði
og svo prófaði ég að búa til þetta sjampó.


1 dl Dr Bronner sápa
1dl te
1dl kókosmjólk 


Blandað saman og sett á brúsa.


Ég notaði þetta sjampó í 4 mánuði
og hárið á mér var alltaf feitt
sennilega af kókosmjólkinni.
Núna nota ég bara Dr Bronner sápuna og bæti í hana ilmolíum td lavender
og hárið á mér er rosa fínt og ég þvæ það bara 2x í viku.

Saturday, December 5, 2015

Gardínur verða að jólapokum.

Ég ólst upp við þessar gardínur
mamma setti þær alltaf upp í eldhúsinu á aðventunni.
Hún gaf mér þær svo þegar ég fór að búa og ég hef eins og mamma
sett þær upp í eldhúsinu hjá mér á aðventunni.
Nú eru börnin vaxin úr grasi og gardínurnar hafa þjónað sínum tilgangi
en mig langar samt ennþá að hafa þær í lífi mínu.
Svo ég ákvað að búa til margnota jólapoka undir jólagjafir úr þeim.




Moli hjálpar til eftir bestu getu.


Jólapakkarnir tilbúnir í fínu pokunum.


Monday, November 30, 2015

Endurunnin jólakort.

Ég hef mjög gaman af því að föndra jólakort og merkimiða.
Ég nota jólakortin frá því í fyrra og myndir úr bæklingum og 
notaðan jólapappír í bland við annað sem ég 
finn til að skreyta þau með


Þarna eru nokkur af jólakortunum í ár.
.

Sunday, November 29, 2015

Aðventukrans.

Aðventukransinn minn er minimaliskur.
Kertin steypti ég sjálf úr kertaafgöngum 
en keypti kveikinn í föndru og sandinn í Rauðakross búðinni.
Stjakinn sjálfur er amk 5 ára gamall og nota ég hann árlega
sem aðventukrans en í annan tíma sem venjulegan kertastjaka.
Til gamans þá kostaði skreytingin í ár 250 kr).


Thursday, November 26, 2015

Kertaluktir úr krukkum.

Ég hef gaman af því að finna not fyrir gamla hluti
systir mín kenndi mér þessa aðferð og mér finnst þetta koma vel út.


Lokið af krukkunni, gamall svampur og föndurefni frosting.
Límmiðar eru settir á krukkuna og frosting dumpað á hana alla.
Þegar allt er orðið þurrt eru límmiðarnir kroppaðir varlega af.


Mér finnst þetta mjög fallegar kertaluktir 
og á eftir að prófa aðrar aðferðir.

Friday, November 20, 2015

Umslög undir jólakortin

Ég viðurkenni að ég er spennt fyrir jólaföndurblöðum
en geri svo lítið með þau annað en dreyma og strjúka blaðsíðurnar
en í ár datt mér þetta í hug.


Ég bjó til umslög fyrir jólakortin út blaðinu
og ég verð að segja að fallegri og jólalegri umslög
hef ég ekki séð lengi,

Saturday, November 7, 2015

Jól í skókassa.

Í nokkur ár hef ég tekið þátt í þessu verkefni
og markar það upphafið af jólaundirbúningi hjá mér.


Kassarnir fara til barna í Úkraínu og ég gleðst í hjarta mínu
vegna þess að 3 drengir 14-18 ára fá jólagjöf í ár.


Skil á skókössum í dag á Egilsstöðum í safnaðarheimilinu kl 11 - 14.

Wednesday, November 4, 2015

Karteflugóðgæti.

Ég hef undanfarið leitað leiða til að minnka matarkostnaðinn hjá fjölskyldunni.
Eitt af því sem mér hefur dottið í hug er að elda og frysta til að eiga
þegar ég nenni ekki eða hef ekki tíma til að elda,
þessar karteflur eru mitt drauma meðlæti passa með næstum hverju sem er.


4 bökunarkarteflur skornar í tvennt og penslaðar með olíu
bakaðar við 200 gráður í 50 mín.


Takið svo gumsið innan úr þeim og setjið í skál.


blandið í það sem þið viljið 
mér finnst gott að setja,ost,og vorlauk.
og setjið aftur í karteflurnar og beikon ofaná.


Og stingið oftur inn í ofnin í ca 10 mín .


Rosa gott en fjöldkyldan var sammála um að beta væri að steikja beikonið
og brytja það samanvið, svo ég hef gert það síðan.
Borða helming og skella hinu í frost.

Tuesday, November 3, 2015

Kertagerð - líma mynd á kerti.

Ég hef búið til kerti úr afgangs kertastubbum lengi.
Ég kaupi kveikinn í föndru og kertaglös í rauðakrossbúðinni.
Margir ættingjar og vinir eru farnir að gefa mér sína kertaafganga
og kann ég því vel.
Ég ákvað að prófa að líma myndir á kertin mín 
og ég er svona ljómandi ánægð með árangurinn.


Eldtefjandi efni, kerti, blað með nótum og pensill.


Eldlefjandi efnið borið á kertið og blaðið.


Vola þetta fína kerti.


Kertið mitt byrjað að brenna niður.
Ég mun gera fleiri svona kerti.


Monday, November 2, 2015

Sparnaðarráð - Gulrótasúpa.

Eitt besta sparnaðarráð sem ég hef fengið er að 
hafa eina máltíð á viku sem í er hvorki kjöt né fiskur.
Þessi gulrótasúpa er vinsæl heima hjá mér.


350 gr gulrætur
1 laukur 
8 dl vatn
grænmetisteningur 
lárviðarlauf
salt 
pipar

sjóða í 30 mín
 mauka svo í blandara 
borið fram með rjómalögg,


Sunday, November 1, 2015

Lopavettlingar

Nú er farið að kólna og mál til komið að prjóna sér hlýja vettlinga
þessir eru úr bókinni Vettlingar og fleira.


Svartir í vinnuna mína og hvítir utan vinnu,
ég er bara mjög ánægð með útkomuna.

Sunday, October 25, 2015

Handklæði.

Það er alveg ótrúlegt hvað 3ja manna fjölskylda fer með mörg handklæði á viku,
ég var bara alltaf að þvo handklæði.
Að því gefnu að maður sé sæmilega hreinn þegar maður kemur úr baði
eru haldklæðin varla óhrein eftir eitt bað, eða hvað.


Þá datt mér þetta snjallræði í hug.
Eitt stórt og eitt lítið handklæði á mann
og öllu skellt í þvottavélina á föstudögum.
Þvílíkur munur ein vél af haldklæðum á viku.
Og já ég hef eitt handklæði sem liggur á baðbrúninni 
og fólk setur á gólfið áður en það fer í bað.

Saturday, October 24, 2015

Recycle og DIE

Ég er mikið fyrir endurvinnslu,
 en það er mín skoðun að endurvinnsla sé ekki nóg fyrir jörðina, 
Við verðum að draga úr neyslunni, kaupa minna 
og velja betur hvað við kaupum.
Eiitt markmið mitt er að draga úr plastnotkun,
sem er frekar erfitt því næstum allt er pakkað í plast.
Ég átti afmæli á dögunum og samstarfskona mín gaf mér þennan poka,
ég elska hann og ætla að nota hann undir grænmeti og ávexti þegar ég fer í búðina.


Thursday, October 22, 2015

Húfur,vettlingar og sokkar.

Ég hef mjög gaman af því að prjóna.
Ég prjónaði þessar húfur (uppskrift frá tinna.is)
vettlinga og sokka (uppskrift ekki til bara uppúr mér)
handa systkinum sem voru glöð með gjöfina.


Wednesday, October 21, 2015

Ferðataska með persónulegum muni í.

Sonur minn keypti þessa ferðatösku í rauðakrossbúðinni á Egilsstöðum,
hann hefur notað hana talsvert og í sumar lánaði hann móður sinni hana
til að fara með til parísar.
Þar sem móðirin hafði áhyggjur af yfirvikt vegna væntanlegra kaupa í París
skoðaði hún í alla vasa töskunnar og fann þar persónulegan mun 
sem við teljum að fyrri eigandi eigi og vilju gjarnan fá aftur.
Þrátt fyrir að hafa auglýst á facebook hefur ekki tekist að finna eigandann.
Veist þú hver hann er.


Góðar fréttir í lok október fanst eigandinn 
og hann fékk peningabudduna sína afhenda 
þökk sé 888 deilingum á facebook.

Saturday, October 17, 2015

Kjóll verður pils.




Þessi mynd er 3ja ára gömul þarna er ég í brúna kjólnum mínum.


Svo eftir mikla notkun kom á hann gat, beint framan á vömbinni ;)


Ég klippti kjólinn og faldaði pilsið og setti teygju í það.


Og vola komið pils.

Friday, October 16, 2015

Systrakassinn.

Ég er svo rík að eiga 3 systur
vð höfum verið með skemmtilegt verkefni undanfarin ár
Systrakassann.
Við sendum kassa á milli okkar með hlutum sem við 
viljum ekki lengur eiga en tímum ekki að henda.


Kassinn fer ákveðinn hring 
og það má taka eins mikið úr honum og maður vill
og setja eins mikið í hann og pláss leyfir.


Gaman að fá svona pakka reglulega.
Ef enginn hefur viljað eihvern hlut frá mér
tek ég hann úr kassanum þegar hann kemur aftur til mín.


Þetta var í systrakassanum þegar hann kom til mín síðast
fullt af hlutum sem ég gat notað og ég
gat líka sett fullt af hlutum í hann
sem ég var hætt að nota.

Saturday, October 10, 2015

Morgungrautur

Ég keypti mér þessa bók í gær
og finnst hún frábær.
Ég borða kjöt en hef daðrað við heilsusamlegt mataræði lengi.


Þessi morgungrautur er það fyrsta sem ég geri úr bókinni
og hann bragðast dásamlega.
Hafragrautur með chiafræjum og hinberjasósu
eins gott að ég bjó til tvöfalda uppskrift 
til að hafa líka á morgun :)