Saturday, February 28, 2015

Rasp

Annað sem hún móðir mín gerði oft
var að safna saman gömlum brauðskorpum
láta þær þorna (stundum þurrkaði hún  þær í bakarofninum )
og hakkaði þær svo í svona handsnúinni hakkavél
og stundum fengum við systurnar að snúa.



Tuesday, February 24, 2015

Kisuból

Ég á kisu hann heitir Moli
og er uppspretta mikillar gleði hér á heimilinu
Mola vantaði ból og ég sá þessa hugmynd á netinu
sem er endurvinnsla af bestu gerð.

 Gömul peysa og koddi sem fór illa í þvotti


Moli aðstoðar við gerð bólsins síns.


Bólið tilbúið og enginn saumaskapur.


Moli er hrifinn af nýja bólinu,

Monday, February 16, 2015

Borðtuskur

Þegar gömul handkælði eru orðin götótt
og ekki gott að þurrka sér á þeim lengur



Er alveg kjörið að breyta þeim í borðtuskur
klippa í hentuga stærð og sikksakka meðfram brúnunum.


Monday, February 9, 2015

Amerískar smákökur

Mágur minn átti afmæli í byrjun febrúar
ég bakaði handa honum þessar smákökur
http://hun.moi.is/ekta-ameriskar-sukkuladibitakokur-uppskrift/


Og pakkaði þeim inní skemmtilegan kassa undan vasaljósi
sem sonur minn fékk í afmælisgjöf.


Monday, February 2, 2015

Prjónaðar borðtuskur

Mamma mín átti afmæli 1 febrúar 
og ég prjónaði þessar borðtuskur handa henni
hún er mikil áhugamanneskja um haldverk
og endurvinnslu hverskonar.
Ég tel áhuga minn kominn frá því að 
alast upp við nýtni og hannyrðir.


Þessa sniðugu hugmynd fann ég á netinu
að pakka inní snakkpoka
snúa honum við, þvo vel og þurrka 
og binda svo bara borða 
og heimatilbúinn merkimiða.


Nokkur verkefni í desember


Kertin mín sem ég steypti fyrir jólin


Og kertaafgangarnir sem ég bjó þau til úr


Teddi og Moli að vinna jól í skókassa
http://kfum.is/skokassar/´
þetta er skemmtilegt verkefni sem ég tek þátt í á hverju ári


Og nokkur jólakort úr endurunnum pappír