Tuesday, March 31, 2015

Gamlar myndir

Þessar myndir fann ég á facebook 
og langar til að hafa þær hér.


Berglind systurdóttir mín í kjól sem ég prjónaði á hana.


Vinur minn Róbert í peysu sem ég gaf honum í 60 ára afmælisgjöf.


Lítill vinur minn Brynjar fékk þessa afmælisgjöf 
þegar hann byrjaði í leikskólanum.


Ég hef prjónað nokkrar svona dónahúfur.

Friday, March 27, 2015

Stór púði

Sonur minn hefur í nokkurn tíma beðið um stóran púða
og þeir kosta helling 
og að kaupa fyllingu í þá er líka dýrt.
Við vorum stödd í Rauða kross búðinni 
og þar fann hann þessa kodda og stakk uppá því að 
gera úr þeim stóran púða.


Ég saumaði svo stóran púða úr afgangs gardínuefni
og við tókum fyllinguna úr litlu púðunum og settum í stóra púðann
og drengurinn er alsæll.


Tuesday, March 17, 2015

Heklaðir pottaleppar

Ég sá þessa sniðugu uppskrift á feisinu í hópnum Borðtuskurnar okkar
og ákvað að nota afgangslopa í pottaleppana og þæfa
og ég er mjög ánægð með útkomuna.





Saturday, March 14, 2015

Endurvinnslu-hornið mitt

Eins og áður er sagt hef ég mikinn áhuga á endurvinnslu
plastpoka þvæ ég og nota amk 2x áður en þeir enda líf sitt
undir kattaúrgang Mola míns.


Og uppá eldhússkápnum er endurvinnslustöð fyrir 
umbúðir,kertaafganga,gler og ónýt batterí.


Þetta fyrirkomuleg hentar mér vel
þó ekki séu allir sammála um fegurð þess :)


Tuesday, March 10, 2015

Allt til að pakka inn gjöfum

Ég sá þessa hugmynd á netinu, einhver búð var að selja svona á offjár
svo ég ákvað að búa þetta bara til sjálf.


Afgangs gardíunefni,gamanlt herðatré og 
kassi undan hnífapörum sem við fengum í jólagjöf


Vola ég er mjög sátt með útkomuna.

Wednesday, March 4, 2015

Minimalismi

Við fluttum í sumar úr húsi sem við hörðum búið í í 15 ár
og ég notaði tækifærið og fór í gegnum dótið mitt
og mokaði því í Nytjahús Rauðakrossins
og ég fann hvað mér leið betur með minna dót.
Í janúar rakst ég á áskorun á facebook að losa sig við dót
1 dót 1.janúar
2 dót 2 janúar
3 dót 3 janúar osfrv
þetta gerði ég og átti í engum vandræðum með að finna dót
til að losa mig við og ég hef ekki saknað neins.
































Dásamlegt að losna við dót sem ég nota ekki 
og gott að hugsa til þess að aðrir njóta þess
í gegnum Rauðakrossbúðina.