Thursday, April 30, 2015

Sjóður

Svo mér leiðist að vaska upp
og leiðist líka að hafa óuppvaskað
svo ég ákvað að borga mér 500 kr 
fyrir hvert uppvask,
Hvað heldurðu að sé mikill aur í krukkunni 


Ef þú giskaðir á rúm 130 þúsund hafðir þú rétt fyrir þér
og ég en ennþá að safna.
Ég ætla að skella mér til Parísar í október
með systrum mínum.












Thursday, April 23, 2015

2015 in 2015

Í byrjun árs 2015 ákvað ég að taka þátt í þessu átaki
að losa mig við 2015 hluti á árinu
og það gengur vel 
ég er hálfnuð
og líf mitt er léttara og minna að taka til
og þeir hlutir sem ég á núna eru hlutir sem ég 
þarf á að halda og þeir taka ekki frá mér orku.
Og ég á eftir að fara í geymsluna :)



Saturday, April 18, 2015

Innpökkun

Systir mín átti afmæli á dögunum 
og mig langaði að hafa umbúðir 
gjafarinnar frumlegar.
Ég átti þetta landabréf af Evrópu
sem varð fyrirtaks umbúðapappír


 Og ég notaði bara 1/4 af landakortinu svo fleiri gjafir
veða svona á næstunni,
Ég er ánægð með útkomuna með rauðum borða og 
heimatilbúnu korti.

Saturday, April 11, 2015

Lopapeysa

Flotti sonur minn bað um lopapeysu 
hann valdi litina og munstrið sjálfur 
og er svona ljómandi ánægður með 
útkomuna.




Tuesday, April 7, 2015

Afmælisgjafir

Þessar litlu glerflöskur eru undan rauðrófusafa
sem ég nota í morgundrykkina mína,
Mér finnast þessar litlu flöskur svo fallegar
að ég vildi gera eitthvað með þær.
Tveir ungir menn í minni stórfjölskyldu 
áttu afmæli á dögunum og fengu sitt hvora flöskuna.


Fyrri flaskan er full af litlum páskaeggjum en 
sú seinni er fyllt af skittles.

Friday, April 3, 2015

Minimalismi í mars

Ég ákvað að taka aftur þátt í minimaliska leiknum í mars
losa mig við 1 dót 1 mars, 2 annan mars osfrv











































Myndirnar hafa eitthvað ruglast hjá mer 
en aðalatriði er að ég sakna ekki eins einasta hlutar
og mér er létt.