Sunday, October 25, 2015

Handklæði.

Það er alveg ótrúlegt hvað 3ja manna fjölskylda fer með mörg handklæði á viku,
ég var bara alltaf að þvo handklæði.
Að því gefnu að maður sé sæmilega hreinn þegar maður kemur úr baði
eru haldklæðin varla óhrein eftir eitt bað, eða hvað.


Þá datt mér þetta snjallræði í hug.
Eitt stórt og eitt lítið handklæði á mann
og öllu skellt í þvottavélina á föstudögum.
Þvílíkur munur ein vél af haldklæðum á viku.
Og já ég hef eitt handklæði sem liggur á baðbrúninni 
og fólk setur á gólfið áður en það fer í bað.

Saturday, October 24, 2015

Recycle og DIE

Ég er mikið fyrir endurvinnslu,
 en það er mín skoðun að endurvinnsla sé ekki nóg fyrir jörðina, 
Við verðum að draga úr neyslunni, kaupa minna 
og velja betur hvað við kaupum.
Eiitt markmið mitt er að draga úr plastnotkun,
sem er frekar erfitt því næstum allt er pakkað í plast.
Ég átti afmæli á dögunum og samstarfskona mín gaf mér þennan poka,
ég elska hann og ætla að nota hann undir grænmeti og ávexti þegar ég fer í búðina.


Thursday, October 22, 2015

Húfur,vettlingar og sokkar.

Ég hef mjög gaman af því að prjóna.
Ég prjónaði þessar húfur (uppskrift frá tinna.is)
vettlinga og sokka (uppskrift ekki til bara uppúr mér)
handa systkinum sem voru glöð með gjöfina.


Wednesday, October 21, 2015

Ferðataska með persónulegum muni í.

Sonur minn keypti þessa ferðatösku í rauðakrossbúðinni á Egilsstöðum,
hann hefur notað hana talsvert og í sumar lánaði hann móður sinni hana
til að fara með til parísar.
Þar sem móðirin hafði áhyggjur af yfirvikt vegna væntanlegra kaupa í París
skoðaði hún í alla vasa töskunnar og fann þar persónulegan mun 
sem við teljum að fyrri eigandi eigi og vilju gjarnan fá aftur.
Þrátt fyrir að hafa auglýst á facebook hefur ekki tekist að finna eigandann.
Veist þú hver hann er.


Góðar fréttir í lok október fanst eigandinn 
og hann fékk peningabudduna sína afhenda 
þökk sé 888 deilingum á facebook.

Saturday, October 17, 2015

Kjóll verður pils.




Þessi mynd er 3ja ára gömul þarna er ég í brúna kjólnum mínum.


Svo eftir mikla notkun kom á hann gat, beint framan á vömbinni ;)


Ég klippti kjólinn og faldaði pilsið og setti teygju í það.


Og vola komið pils.

Friday, October 16, 2015

Systrakassinn.

Ég er svo rík að eiga 3 systur
vð höfum verið með skemmtilegt verkefni undanfarin ár
Systrakassann.
Við sendum kassa á milli okkar með hlutum sem við 
viljum ekki lengur eiga en tímum ekki að henda.


Kassinn fer ákveðinn hring 
og það má taka eins mikið úr honum og maður vill
og setja eins mikið í hann og pláss leyfir.


Gaman að fá svona pakka reglulega.
Ef enginn hefur viljað eihvern hlut frá mér
tek ég hann úr kassanum þegar hann kemur aftur til mín.


Þetta var í systrakassanum þegar hann kom til mín síðast
fullt af hlutum sem ég gat notað og ég
gat líka sett fullt af hlutum í hann
sem ég var hætt að nota.

Saturday, October 10, 2015

Morgungrautur

Ég keypti mér þessa bók í gær
og finnst hún frábær.
Ég borða kjöt en hef daðrað við heilsusamlegt mataræði lengi.


Þessi morgungrautur er það fyrsta sem ég geri úr bókinni
og hann bragðast dásamlega.
Hafragrautur með chiafræjum og hinberjasósu
eins gott að ég bjó til tvöfalda uppskrift 
til að hafa líka á morgun :)


Thursday, October 8, 2015

Lífrænt tannkrem heimatilbúið.

Ég hef áður prófað lífrænt heimatilbúið tannkrem og ekki líkað það
svo sá ég þessa uppskrift og ákvað að prófa aftur.


Matarsódi,kókosolía,ilmkjarnaolía piparmyntu (fæst í Heilsuhúsinu) og stevia.


2.msk kókosolía
6 msk matarsódi
10 dropar ilmkjarnaolía
stevia eftir smekk 
næst ætla ég að prófa að setja líka 1/2 tsk salt

ég er búin með þetta tannkrem og ætla að gera meira.