Thursday, December 31, 2015

2016 minimalisk áskorun

1.janúar 2017 ætla ég að eiga milljón inná bankabók.
Ég ætla að safna mér fyrir litlu húsi með garði.
Ég er búin að fá mér bók í bankanum mínum og inná hana 
fer 84.000 kr sjálfkrafa mánaðarlega af launareikninginum mínum.
Ég fæ um 350 þúsund útborgað á mánuði
100 þús fara í leigu
84 þús á bókina
60 þús í mat (15 þús á viku)
þá eru eftur 106 þús í annað
og já maðurinn minn borgar aðra reikninga og nei hann er ekki með mér í þessu :)

Ég hef skilgreint það sem ég ætla ekki að kaupa

föt
raftæki
húsbúnað
te
kaffihús 
út að borða
gjafaumbúðir 
kort
húsgögn
bakkelsi
tilbúinn mat
bækur 
tímarit
gos
snakk 
popp

Ég hef skilgreint það sem ég ætla að kaupa

matur ekki yfir 15 þús á viku
tölvu þegar mín gefur upp öndina
hreinlætisvörur á mig og heimilið lífrænar
læknir / lyf
bensín /viðgerðakostnaður á bíl
flugmiðar hótel og farartæki í ferðalagi
skólagjöld og námskeiðsgjöld
viðgerðakostnaður
klipping 4x á ári
tónlistaráskrift af Spottify
nudd
gjafir 2000 á mann
eitt deit á mánuði með manninum mínum (má vera kaffihús eða út að borða)

Ég bý til matarplan á sunnudögum fyrir vikuna og versla fyrir það
svo fer ég aftur í búð fyrir helgina.

TIL AÐ HALDA MÉR VIÐ EFNIÐ ÆTLA ÉG 
AÐ PÓSTA HÉR Í BYRJUN HVERS MÁNAÐAR HVERNIG HEFUR GENGIÐ.

Friday, December 25, 2015

Fata - tilraun

Á aðfangadag byrjaði ég á smá tilraun
ég ætla ekki að þvo föt aftur fyrr en ég neyðist til þess.
Tilgangur þessarar tilraunar er að finna út hvað af fötunum mínum
ég nota og hvað ég get losað mig við.
Prófa að fara í önnur föt en þessi sem ég geng í venjulega.
Í lok þessarar tilraunar verða bara föt sem ég nota í fataskápnum mínum.


Vika 1.
 Óhreinatauið mitt og föt sem ég mig langar ekki að vera í og ætla að losa mig við.


Vika 2.
Óhreinatauið mitt og föt sem mig langar aldrei að fara í og ætla að losa mig við.


Vika 3.
Þetta eru öll fötin mín.
Pokarnir þrír aftast eru á leið í Rauðakrossinn, annað ætla ég að nota.

Útiföt
1 kuldagalli
1 úlpa
1 spari-úlpa
1 vindbuxur
1 vindjakki
1 lopapeysa
1 ullasokkar
1 húfa 
1 trefill
1 kragi
1 vettlingar

Hversdagsföt
4 gallabuxur
2 leggings
2 gollur
4 rúllukragapeysur
4 peysur
3 kjólar
3 T-bolir
3 hlírabolir
15 sokkapör
3 brjóstahaldarar
8 nærbrækur

Spariföt
3 kjólar
4 sokkabuxur 
2 buxur
1 skyrta
1 golla
1 sjal

Hlaupaföt
1 buxur
1 bolur með brjóstahaldara
1 bolur
1 toppur
1 jakki 
1 vindjakki

Skór
1 gönguskór
1 hlaupaskór
2 strigaskór
2 spariskór
1 uppháir skór
1 sumarskór

Annað
1 janus föðurland
1 janus T-bolur
1 sundbolur
2 náttbuxur 
3 náttbolir 
1 kósípeysa

97 flíkur alls.

Ég hef ákveðið að kaupa mér ekki föt þetta árið 
heldur ganga út úr því sem ég á.
Þegar mig vantar svo föt í tímans rás
ætla ég að kaupa föt sem eru vönduð 
og unnin á viðeigandi hátt 
og fólki er borgað viðeigandi laun fyrir vinnu sína, 
og vinnuaðstæður þess góðar.
En meira um það þegar þar að kemur.

Sunday, December 20, 2015

Tilraun.

Ég á gamalt eldhúsborð sem hægt er að stækka
það er illa farið og næsta sumar ætla ég að pússa það upp.
Ég rakst á þessa hugmynd á netinu og ákvað að prófa.


Þetta er gamla borðið mitt.


Ég þvoði það vel og bustaði
og þurrkaði svo.


Tók síðan mæjónes :)


Og makaði á borðið.


Þvoði það svo af.
Talað var um að þetta myndi fjarlægja
minniháttar rispur.
En gamla borði mitt er of rispað svo það 
bíður sumarsins.

Monday, December 14, 2015

Heimatilbúinn svitalyktareyðir

Þessi svitalyktareyðir er æði
ég fann hann á youtube og ákvað að prófa.
Ég bar hann á mig og fór í peysu sem ég svitna alltaf í 
og svo fór ég í próf.
Og vitið menn engin svitalykt.


Inninhald: kókosolía, maizenamjöl og matarsódi.


Allt sett í skál og hitað í vatnsbaði.


Og fyrst ég var að þessu gerði ég líka tannkrem.

Svitalyktareyðir uppskrift.

2 msk matarsódi
2 msk maizenamjöl
3 msk kókosolía

allt hrært saman 
og brætt í vatnsbaði.

Saturday, December 12, 2015

Uppþvottalögur - sparnaðarráð

Einu sinni keypti ég alltaf Neutral uppþvottalög
en núna hef ég skipt yfir í Ecover umhverfisvæna uppþvottalöginn.
Ég blanda hann til helminga með vatni
og það gerir alveg sama gagn en er 50 prósent sparnaður.

Monday, December 7, 2015

Kertin mín

Ég elska að búa til kerti.
Vinir og vandamenn gefa mér kertaafgagna
sem ég bræði og bý til ný kerti úr.
Ég kaupi kertakveikinn í Föndru og 
glösin í Rauðakross búðinni.



Sunday, December 6, 2015

Heimatilbúið sjampó.

Mig langar að búa til mínar snyrtivörur sem mest sjálf.
Ég hef búið til mitt tannkrem sjálf í nokkra mánuði
og svo prófaði ég að búa til þetta sjampó.


1 dl Dr Bronner sápa
1dl te
1dl kókosmjólk 


Blandað saman og sett á brúsa.


Ég notaði þetta sjampó í 4 mánuði
og hárið á mér var alltaf feitt
sennilega af kókosmjólkinni.
Núna nota ég bara Dr Bronner sápuna og bæti í hana ilmolíum td lavender
og hárið á mér er rosa fínt og ég þvæ það bara 2x í viku.

Saturday, December 5, 2015

Gardínur verða að jólapokum.

Ég ólst upp við þessar gardínur
mamma setti þær alltaf upp í eldhúsinu á aðventunni.
Hún gaf mér þær svo þegar ég fór að búa og ég hef eins og mamma
sett þær upp í eldhúsinu hjá mér á aðventunni.
Nú eru börnin vaxin úr grasi og gardínurnar hafa þjónað sínum tilgangi
en mig langar samt ennþá að hafa þær í lífi mínu.
Svo ég ákvað að búa til margnota jólapoka undir jólagjafir úr þeim.




Moli hjálpar til eftir bestu getu.


Jólapakkarnir tilbúnir í fínu pokunum.