Monday, May 16, 2016

Jól í maí.

Ég er minimalisti
og stefni að því að gefa upplifanir og heimatilbúið
við sem flest tækifæri.
En áður en ég kynntist minimalisma (janúar 2016)
pantaði ég ótæpilega af Aliexpress og ætlaði að gefa í jólagjafir
en svo kom það allt eftir jól 
svo ég á tilbúnar flestar jólagjafir fyrir næstu jól.


Ég er með þrjá kassa
konur, menn og drengi og stúlkur saman.
Nöfn allra sem ég gef jólagjafir eru á viðeigandi kössum
og ég krossa við þegar jólagjöf handa viðkomandi er 
komin í kassann.
Þetta kerfi hef ég notað í nokkurn tíma
og keypt jólagjafir allt árið á útsölum.


Sunday, May 15, 2016

Mulin hörfræ

Hörfræ eru full af omega 3,vitamínum og steinefnum eins og 
zink, járn. E vítamíni, magensíum, kalki og fl
og eru auk þess full af trefjum.
Hörfræin hafa þykka skél utan um öll þessi góðu efni 
svo til að þau nýtist okkur þarf að mala þau 
annars fara þau bara beint í gegn og gera lítið gagn.
Hörfræ þola vel að vera soðin og bökuð án þess að 
missa góðu efnin svo sniðugt er að nota þau td í hafragraut,
bakstur nú eða í boozt.
Ég tek 2 tsk á dag.


Ég nota litla blandarann minn til að merja fræin.


Og geymi svo í krukkum uppí skáp.


Thursday, May 12, 2016

Heimatilbúin möndlumjólk

Þá duttu mér allar dauðar lýs úr höfði
á fernunni undan möndlumjólkinni minni stendur
2 prósent möndlur.
Í alvöru í heilum líter af möndlumjólk
hvað í ósköpunumn er þá allt hitt.
Svo ég ákvað að fara að búa hana til sjálf
Þá myndi ég fá meira af möndlum og eins vissi ég þá
nákvæmlega hvað ég væri að drekka.


Möndlur í bleyti yfir nótt.


Skolað og sett í blandara.


Blandað og meira vatni bætt í 
hlutföllin eru 1 möndlur á móti 3 af vatni.


Margir sía mjólkina en mér líkar vel við litlu bitana,
reyndar hef ég prófað að gera sama við cashew hnetur og líkar það 
bertur svo nú er ég að drekka cashewmjólk.

Saturday, May 7, 2016

Brauð í vefju

Dásamlegt brauð sem inniheldur bara tvö hráefni
sæta kartöflu og spelt.


Ein sæt katrafla soðin í ca 30 mín.


uppskrifitn er jafn mikið spelt og kartafla.


Deigið dugar í svona 8 brauð.


Flatt þunnt út og steikt á pönnu
ca 2 mín á hlið.
Engin feiti eða olía.


Eitt brauð tilbúið og akkúrat kominn matartími
svona er ég alltaf heppin.


Baunir, salsa, tómatar, grænkál,vorlaukur.


Vafið upp og nammmm dásamlegt.
Mætti líka nota til að dýfa í súpu eða fylla með sallati.



Minimalismi í apríl.

Matur 59.000
sparnaður 84.000
ferðalag 20.000
Ekkert date en bæti það upp í maí.

Friday, May 6, 2016

Karteflur að spíra

Núna eru karteflurnar mínar (5 kg)  komnar í geymsluna
og eftir 4-6 vikur verða komnar spírur 
og þá er hægt að setja niður.


Thursday, May 5, 2016

Ræktunun mín í dag





Grænkál

Komið í potta.

Graslaukur,basilikka og koriander á leiðinni...


Kál úr bónus vex aftur í vatni

Paprikuplönturnar mínar


Gulræturnar mínar :)

1.maí paprikur