Saturday, December 31, 2016

Minimalisk áskorun 2017.


Minimalisk áskorun 2017
                           
janúar
Nota eigu í hvert mál
Kaupa 10 mat
febrúar
Ekkert facebook
Lesa daglega
mars
Ekki kaupa neitt nýtt
Ekki henda
apríl
Ekki kaupa gjafir
Föndra
maí
Bíllaus nema Anna
Ganga daglega
júní
Ekki tala illa
Hrós daglega
júlí
Ekki henda mat
Garðvinna dagl
ágúst
Ekki nota visa
Sofa kl 10
september
Ekki franskar
Grænmeti 2xá d
október
Eitt eftir vinnu á dag
Finna  n uppskr
nóvember
30 mín talva á dag
Góðverk daglega
desember
Ekki borða óholt
fasta

1.júní legg ég vísakortinu og tek upp preepaid
Þá á ég 300 þús inná reikning
31.desember 2017 á ég 2 milljónir á bankabók.
Ég ætla að ganga 1000 km á árinu.

Nokkrar jólagjafir.





Þetta fór í jólapakka.


Þessi peysa en ekki Moli minn.


Móðir var svo elskuleg að senda mér mynd af 
prinsinum í fötunum.


Tuesday, December 27, 2016

Jólastjarnan mín

Ég bjó til þessa fallegu jólastjörnu í stofugluggann minn.




Ég er mjög ánægð með hana.

Thursday, December 22, 2016

Minimaliskt ferðalag

Ég er nýkomin heim úr 5 daga ferðalagi til Kaupmannahafnar
þar sem ég átti dásamlegan tíma með dóttir minni.
Þetta er mitt fyrsta ferðalag til útlanda síðan ég fór að 
velta fyrir mér minimalisma.


Ég ákvað að hafa bara með mér handfarangur
bara það sem kæmist í bakpokann minn.
Og það kom mér á óvart hvað það var auðvelt.


Þetta var í í bakpokanum
kjóll
leggings
peysa
hlírabolur
náttbuxur
náttbolur
3 nærbuxur 
3 sokkar
snyrtidót
verkjalyf
te
hleðslutæki fyrir símann 
síminn
margnota poki
vog
penni
útprentaður flugseðill

hle'

Passi,danskir peningar og visa.




Friday, December 2, 2016

Jólapokar.

Jól bernsku minnar eru samofin gömlu jólagardínunum hennar mömmu,
hún gaf mér þær þegar ég fór að búa og setti ég þær alltaf upp í desember
eins og mamma gerði. Nú eru börnin vaxin úr grasi og ég fékk þá hugmynd
að sauma margnota jólagjafapoka úr gömlu gardínunum.
Ég notaði þá fyrst í fyrra og allir voru mjög duglegir að skila þeim aftur.


Pokarnir mínir.


Tilbúin jólagjöf 2016.



3 jólagjafir tilbúnar 2016.
Ég elska þessa hugmynd.