Friday, April 29, 2016

Heimatilbúinn hummus

Ég elska baunir og líka hummus
sennilega af því að megnið af honum er baunir
ég fann þessa uppskrift í bókinni hennar Sollu.


1 dós kjúklingabaunir
2 msk safi úr dósinni
3 msk tahini (fæst í Bónus)
3 msk sírtónusafi
2 msk olía
1 marið hvítlauksrif (ég vil heldur 2 eða 3 ;)
smá salt og paprikuduft


Allt sett í matvinnsluvél og maukað.


Ummm girnilegt.


Dásamlegt á brauðið
og geymist 5 daga í kæli
ef það er ekki búið áður eins og hjá mér.

Saturday, April 16, 2016

Ég hreyfði mig í dag.

Ég er í hóp á facebook sem er opinn öllum 
og heitir: Ég hreyfði mig í dag.
Við höfðum áskorun í mars 
þeir sem hreyfðu sig 15 x eða oftar
sendu hver öðrum gjafir.
Og ég fékk þetta tannkrem og svitalyktaeiði 
og meira að segja Vegan. 
Alveg dásamlegur hópur.


Sunday, April 10, 2016

Vistvæn þrif á vaski

Eldhúsvaskurinn minn er oft subbulegur
enda mikið notaður.
Ég hef verið að leita að vistvænni leið
til að þrífa hann og núna er hún fundin.


Salt og sírtóna (ég nota alltaf sjávarsalt)
Ég skolaði vaskinn
stráði salti yfir hann
og nuddaði með sítrónunni yfir.


Galansandi fínn vaskur.

Saturday, April 9, 2016

Sáning

Í dag sáði ég 4 tegundum af fræjum 
grænkál.graslaukur,koriander og baselika.
Ég bjó til litlar gróðuhúsaeiningar úr 
plastbökkunum sem tengdamamma keypti 
bolludagsbollurnar í og það passar vel.






Ég gataði lokið með hníf og setti tusku undir.


Vola merkt og tílbúið í gluggann minn.

Update 16 apríl grænkál og basilika komin upp :)

1. maí hluti grænkáls fór í potta.


Graslaukur ,baselika og koriander 1.maí

Wednesday, April 6, 2016

Grjónapoki fyrir herðarnar

Mér finnst gott að fá hita í herðarnar
nuddarinn minn segir að ég eigi að nota hitapoka.
Hvað skal gera því ég er ekki að kaupa neitt í ár.
Gamall bolur af syninum fær nýtt hlutverk.





Ekki er hann sérlega fríður en gerir sitt gagn 
og heldur hita á öxlunum mínum.

Sunday, April 3, 2016

Minimaliskáskorun Mars

Margt gerðist í mars
páskarir í öllu sínu veldi 
bíllinn bilaði
ég fór til Reykjavíkur á námskeið.
Ég sé ekki eftir krónu en það er skuld 
á vísakortinu mínu eftir þennan mánuð.
Matur 60.339 
Reykjavíkurferð 90000
viðgerð á bíl 25000 (maðurinn minn borgar líka 25000)
sparnaður 84000
Skuld á vísa 150.000.
Þá er bara að gera betur í apríl.


Te frá Þýskalandi

Pabbi minn fór til Þýskalands á dögunum
hann færði mér þessa 6 tepakka
þegar hann kom heim.
Hver öðrum betri.