Sunday, July 31, 2016

Minimalisk áskorun í júlí

Ég er frekar ánægð með júlí 
við fengum gest frá Englandi sem gisti hjá okkur í 2 vikur
og við ferðuðumst og leyfðum okkur ýmislegt.
Matur 77863
upplifun 11500 (söfn og fleira)
ferðalög 20000 (aðallega bensín)
Dásamlegur mánuður á enda runninn.

Saturday, July 30, 2016

Te frá Tyrklandi

Mikið er gott að eiga góða að
systir mín skrapp til Tyrklands 
og þegar hún kom heim færði hún mér þetta te.
Ég er byrjuð á neðsta pokanum 
og það er fennel 
bragðið er dásamlegt.







Thursday, July 21, 2016

Heimatilbúin sykurlaus sulta

Ummmm ég bjó þessa til um daginn 
þegar góð vinkona mín gaf mér nokkra leggi af rabbabara.
Og ég hef gert hana oft síðan 
ég elska hana útá chiagrautinn minn í hádeginu.


150 gr rabbabari
150 gr frosin jarðarber
6 döðlur (betra að skera þær í litla bita)
ekkert annað. 

Allt sett í pott og soðið í ca 20 mín 
hrært í af og til.


Vola tilbúið.
Mér finnst gott að hafa stóra bita af rabbabara í sultuni
ef þér líkar það ekki má setja hann í matvinnsluvél 
áður en hann fer í pottinn.
Þessi skamtur dugar mér á tvo chiagrauta.

Wednesday, July 20, 2016

Gulræturnar mínar.

Í ár ræktaði ég í fyrsta sinn gulrætur 
ég ákvað að hafa þær í gluggakistunni minni.


Búin að taka upp úr annarri fötunni
og matarleifarnar sem ég setti í botninn eru horfnar
orðnar að krafti fyrir gulræturna mínar.



Restin af gulrótunum úr fötunni minni.




Gulræturnar mínar og paprikurnar mínar.

Monday, July 18, 2016

Heimatilbúið soja jógúrt

Ef ég á að nefna eitthvað sem ég hef saknað síðan ég varð vegan
er það sennilega jógúrt og músli morgunblandan mín.
Hér á Egilsstöðum er næstum aldrei til hreint sykurlaust soja jógúrt
og ég er búin að reyna margar mismunandi uppskriftir en ekki dottið niður 
á neitt gott fyrr en núna.


Uppskriftin er svona
hálft stykki firm tofu
6 tsk cashewhnetur 
6 döðlur 
1 banani 
1/2 dl vatn meira ef þarf

Allt sett í blandarann og á fulla ferð.

næst ætla ég að leggja döðlurnar í bleyti í vatninu 
og mauka þær fyrst.


Svona líka fallegt og dásamlega gott


Soja jógúrt með múslí og kirsuberjum
namm namm.

Sunday, July 17, 2016

Gjöf frá góðum vini.

Sl 2 vikur hefur Róbert góður vinur okkar hjóna 
frá Englandi verið í heimsókn.
Við höfum ferðast mikið um austurland og norðurland
og skemmt okkur vel saman.
Hann færði mér þetta band þegar hann kom.


Þessar dokkur voru 4 en ég var búin að prjóna mér 
jógasokka áður en ég fattaði að taka mynd :)


Jógasokkarnir.


Þessar 4 dokkur fara í jólagjafir.

Saturday, July 2, 2016

Vegan súkkulaðibúningur

Stundum bara langar mig í eitthvað gott
og í flestum uppskriftum af súkkulaðimús er sykur
og ég borða ekki sykur.


1 avokato vel þroskað
6 döðlur (í bleyti yfir nótt)
2 msk kakó
banani


Allt sett í matvinnsluvél og af stað
í uppskriftinni er stevia en ég nota ekki svoleiðis
svo ég bætti banananum við í staðin til að sæta meira.


Mjög gott.


Friday, July 1, 2016

Minimalisk áskorun í júní declutter

Ég tók þátt í declutter áskorun í júní
losa sig við 1 hlut fyrsta júní 
losa sig við 2 hluti annan júní osfrv.
Hér eru myndir af hlutunum sem ég losaði mig við
kannski ekki í réttri röð en það er allt í lagi.































Vá hvað það var gott að koma þessu útúr húsi.