Monday, November 28, 2016

Jólapakkar pakkað inn í snakkpoka.

Ég sá þessa hugmynd á netinu fyrir nokkrum árum
og leist vel á hana, Þegar börnin mín fá sér snakk
tek ég pokana og sný þeim við og þvæ með uppþvottalegi.
Ég hef notað þessa poka til að pakka inn afmælisgjöfum
og nú jólagjöfum.


Þetta eru snakkpokarnir tilbúinir til notkunar
bæði litlir og stórir.


Tvær gjafir í stórum snakkpokum.



Fjórar gjafir í litlum snakkpokum.


Sunday, November 27, 2016

Aðventukrans.

Aðventukransinn minn er alltaf svipaður.
Ég keypti þennan bakka á sínum tíma í Blómaval
hann var frekar dýr en hefur margborgað sig.
Kertin geri ég sjálf og sandinn fékk ég í Rauðakrossbúðinni 
og kostaði hann 300 kr.
Ég hef sett ýmislegt í bakkann td mandarínur,greni,stóra köngla
ofl sem mér hefur dottið í hug.



Tuesday, November 22, 2016

Jólapokar.

Stundum gefur einhver okkur gjöf
í svona fallegum jólapoka.
Þessa fengum við í fyrra.


Og þarna eru þessir sömu pokar
tilbúnir fyrir jólin 2016.


Monday, November 21, 2016

Endurnýttur jólapappír.

Jólapappírinn á aðfangadagskvöld
er vel hægt að nýta aftur.
Misjafnt er þó hversu heillegur hann er
eftir að búið er að rífa upp gjafirnar.
Ég mælist til þess við heimilismeðlimi 
að fara vel með pappírinn en hvað þeir 
gera ráða þeir auðvitað sjálfir.


Jólapappírinn frá því í fyrra
tilbúinn til notkunar.
Ég hef heyrt að sumir straui pappírinn
til að fá hann alveg sléttann og finnst mér það góð hugmynd
en þar sem ég á ekki straujárn og ætla ekki að eignast
þannig grip geri ég það ekki.
Fyrirsætan Moli komin að fylgjast með.


Pakkað inn í jólapappírinn frá því í fyrra.


Sunday, November 20, 2016

Skraut á jólapakkana.

Mér finnst gaman að hafa skraut á jólapökkunum.
Ég geymi borðana og skrautið af pökkunum sem 
við fengum í fyrra og nota það aftur. Einnig nota 
ég gamalt jólaskraut sem pakkaskraut og stundum 
kaupi ég sleikipinna og skreyti með pakka til barna.



Saturday, November 19, 2016

Merkispjöld á jólapakkana.

Merkispjöld eru nauðsynleg á jólapakkana.
Ég hef í gegnum árin búið til merkispjöld
úr allskonar afskurði og afgöngum.
Ég hugsa að ég eigi merkispjöld fyrir amk 
næstu 5 ár en held samt áfram að búa þau til
frekar en að henda nokkru og svo er það
líka svo rosalega gaman.



Merkimiðar úr auglýsingum,jólapappír, afgangs límmiðum, afskurði,
listaverkum eftir börnin og mig, endurnýting á 
notuðum merkispjöldum og ofl ofl
möguleikarnir eru endalausir.


Svo af því að ég á ómilimaniskan mann
og vil styrkja félagasamtök
eigum við líka hefðbundin merkispjöld.



Friday, November 18, 2016

Ýmsar tegundir jólakorta.




Jólakort unnin úr auglýsingabæklingum
og gamalli biblíusögubók.


Jólakort unnin úr jólapappír, servettum og dagatölum.


Jólakort unnin út tvöföldu límbandi og garnafgöngum.


Jólakort unnin út jólakortunum frá því í fyrra.

Thursday, November 17, 2016

Auðveld og ódýr jólakort.


Í Rauða kross búðinni kosta blöð og bækur ekki neitt
þar fékk ég þetta blað sem kennir hvernig á að búa til fljótleg jólkort.
Ég klippti út myndir af fullbúnum kortum og límdi á auð kort
 og það kom bara svona ljómandi vel út.
Fljótlegt já en sennilega ekki það sem seljendur blaðsins höfðu í huga.



Kortin tilbúin.


Wednesday, November 16, 2016

Stjarna úr njóla.

Ég hef stundum horft á njólann á haustin og hugsað
mikið er þetta flottur efniviður en svo ekkert meir.
Þar til um daginn að ég fór vopnuð klippum 
og safnaði mér í kassa þessum fínu njólastilkum.
Og ákvað að gera jólastjörnu.


Njólinn, blómavír og jólasería.


Moli kisi kominn til að taka verkið út:)


Stjarnan tilbúin og bara eftir að setja ljósin á.


Vola ekki mjög góð mynd og serian hefði mátt vera
með 20 ljósum í stað 10.

Tuesday, November 15, 2016

Kertagerð.

Jólaundirbúningurinn byrjar með Jólum í skókassa 
og næsta skref er kertagerð.
Öll kertin mín eru endurunnin úr gömlum kertaafgöngum
frá mér og vinum mínum.
Kertaglösin eru líka endurunnin en sum keypt
í Rauða kross búðinni.
Ég kaupi líka kertakveik með stálvír í frá Föndru.
Ég er svo heppin að vinkona mín gaf mér 3 glös af 
kertailmi svo allt ilmar yndislega í ár.
Þessi kertagerð kostaði mig uþb 2000 kr.





Þessi kerti lauma sér í jólapakkana mína 
og aðrar tækifærisgjafir á nýju ári.


Saturday, November 5, 2016

Jól í skókassa.

Jól í skókassa er verkefni sem gleður mig áhverju ári.
Í ár gerði ég 4 kassa fyrir 16-18 ára drengi
og ég gleðst yfir því að 4 drengir i Úkraínu fá jólapakka
vegna þess að ég tók tíma og fyrirhöfn til búa þessa kassa til.





Þarna er Moli að aðstoða mig við að pakka inn skókössunum.
Því miður gleymdi ég að taka aðrar myndir.