Sunday, April 22, 2012

Páskaskraut

Þá eru komnir páskar og þetta páskaskraut er eftir enskri uppskrift
sko guli vasinn, maðurinn minn gaf mér hænsnin. ;)


Tuesday, April 17, 2012

Fiðrildahúfa.

Og áfram held ég með prjóna-áramóta-heitið mitt
læra að prjóna eftir enskum uppskriftum.
Ég er mjög glöð með að hafa skilið þessa uppskrift
húfuna fékk svo systir mín í afmælisgjöf með sjalinu hér fyrir neðan.

Monday, April 16, 2012

Sjal

Frumraun mín í sjalaprjóni leit dagsins ljós um daginn
uppskriftin er að vestan og hundgömul
mér finnst best hvað hún er einföld.
Systir mín fékk svo sjalið í afmælisgjöf,
ég á eftir að gera mér annað svona bleikt
svo létt og mjúkt.

Saturday, April 7, 2012

Sokkar úr Sisu

Systurdóttir mín varð 13 ára á dögunum
og fékk þessa sokka frá mér,
hún fór strax í þá og var í þeim alla afmælisveisluna.
Uppskriftin er í sokkaprjón bókinni.

Thursday, April 5, 2012

Ullarsokkar

Svona ullarsokka hef ég prjónað svo tugum skiptir
í öllum litum og stærðum,
uppskriftin er í hausnum á mér og þegar ég verð
búin að gleyma öllu get ég samt prjónað hana haha.
þessa fékk mágur minn í afmælisgjöf.

Wednesday, April 4, 2012

Enskar uppskriftir.

Það er svo gaman að sigra sjálfan sig
í mörg ár hef ég sagt sjálfri mér að ég geti ekki
prjónað eftir enskum uppskriftum.
Annað prjóna-áramóta-heitið mitt 2012
er að læra að prjóna eftir enskum uppskriftum
ég byrjaði á mjög auðveldu og viti menn ég skildi
þetta alveg :)