Sunday, August 19, 2012

Kortagerð

Ég hef alltaf jafn gaman af endurnýtingu
og eitt af því er kortagerð.
Allskonar bækingar og annað sem til fellur heima hjá mér
endar oft í tækifæriskorti.


Saturday, August 18, 2012

Dónahúfa og eyrnaband

Róbert vinur minn varð sextugur á dögunum,
hann hafði séð mynd af dónahúfu sem ég prjónaði
handa tengdasyni mínum á netinu og óskaði sér eins
og svo langaði honum líka í eyrnaband.




Friday, August 17, 2012

Ungbarnasokkar

Og svo stækka blessuð börnin
og þá er hægt að halda áfram að prjóna á þau
þessir sokkar eru úr Sokkabókinni.


Thursday, August 16, 2012

Hekluð bókamerki

Skemmtileg tækifærisgjöf handa þeim sem lána mér bækur,
gaman að skila bók með bókamerki í.
Uppskriftin er í Þóra heklbók.