Tuesday, August 16, 2016

Fyrstu karteflurnar.

Þetta eru kafteflugrösin mín í dag
þau eru næstum meter á hæð 
og hafa lagt sig niður.
Mikið hefur rignt undanfarna daga
og getur það haft áhrif.


Ég tók upp fjögur grös og þetta er afraksturinn
ekkert smakkast eins vel og eigin uppskera.


Sunday, August 14, 2016

Moli minn.

Sonur minn fékk listamannagen úr föðurættinni.
Hann málaði og teiknaði þessar myndir 
af Mola mínum og gaf mér.
Mikið þykir mér vænt um þær.


Tuesday, August 9, 2016

Endurvinnslu-ræktun

Sniðug tilraun
ég keypti vorlauk í salatið mitt
ég elska svona lauk og hann var alltf fljótur að klárast.
Ég setti ræturnar í vatn og viti menn
laukurinn hélt áfram að vaxa.


Þetta hvíta er það sem ég skildi eftir
þetta græna er það sem hefur vaxið aftur.