Thursday, March 2, 2017

Það sem ég keypti í febrúar.


Eftir að hafa ekki keypt neitt 2016 vel ég betur það sem ég kaupi og þetta keypti ég í febrúar.



Nestisbox því ég tek alltaf með mér nesti í vinnuna 
og lokið á gamla boxinu mínu lak sem er bagalegt.
Nýja boxið gleður mig daglega og ég þarf ekki að hafa poka utan um það.


Sundbolur því ég týndi mínum gamla hálfónýta bol í október
og hef ekki getað farið í sund síðan,ég er reyndar ekki mikil 
sundmanneskja en elska heita pottinn og það gleður mig.


Grænmetisyddari, mig hefur lengi langað í svona yddara til að gera
grænmeisspaghettý og ég hef borðað það næstum daglega síðan ég
keypti mér hann og það gleður mig.




Wednesday, March 1, 2017

Mars áskorun og hvernig gekk í febrúar.

Í febrúar var áskorunin að fara ekki á facebook og lesa eitthvað daglega
þetta gekk vel ég tók þátt í landsátakinu allir lesa og las 32 tíma sem ég er ánægð með.
Fyrsta facebooklausa vikan var erfið en eftir það gekk allt vel.
Ég ákvað að taka facebook út út símanum mínum svo ég þarf að fara í tölvuna
til að fara þangað og það letur mig til þess.
Mars áskorun er ekki kaupa neitt nýtt og ekki henda neinu
sjáum hvernig það gengur.