Monday, March 26, 2012

Swap

Á bland.is er stundum prjónaleikur kallaður swap
ég hef mjög gaman af honum.
Þetta er svona pakkaleikur,
þetta fékk ég og prjónaði mér sokka.

Saturday, March 24, 2012

Peysa úr smart

Einn af prinsunum mínum á afmæli í dag
hann fékk þessa peysu.
Hann var svo yndislegur að hringja og
þakka fyrir sig dásamleg þessi börn.



Faðir hans var svo elskulegur að senda mér mynd af honum í peysunni.








Saturday, March 17, 2012

Ullarsokkar og vettlingar

Prjónaði þessi tvö sett af sokkum og vettlingum
annað fékk mágkona mín og hitt vinkona mín
uppskriftin er í vettlingar og fleira.

Friday, March 16, 2012

Kaðlahúfa og sokkar

Maður veit aldrei alveg með unglinga
en pilturinn sem fékk þessa húfu setti hana strax upp
og marg þakkaði fyrir sig.
Einnig taldi hann að sokkarnir yrðu góðir
til að slæda in í matsalinn í skólanum hans
sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Yndislegir þessir unglingar.

Monday, March 12, 2012

Húfa og Býflugu-vettlingar

Einn prinsinn í lífi mínu átti afmæli um daginn
og mér fanst þessir vetflingar sniðug hugmynd
úr bókinni vettlingar og fleira.
Húfan er úr bókinni Garn og gaman.