Sunday, May 20, 2012

Ungbarnapeysa og húfa

Alltaf fæðast blessuð börnin
vinur minn Róbert varð afi í 4 sinn á dögunum,
þessa peysu fékk sonarsonur hans Ewan Leonard Swain.


Móðir hans var svo elskuleg að senda mér mynd af Ewan í peysunni.




Tuesday, May 15, 2012

Þæfðir flöskupokar

Pabbi minn fékk svona flöskupoka í afmælisgjöf
þegar hann varð sjötugur, mér fannst hann mjög flottur
og fór að grafast fyrir um uppskriftina.
Prjónakona á facebook var svo elskuleg að senda
mér uppskriftina í tölvupósti.

Sunday, May 13, 2012

Gallapils

Svona er ég dásamlega heppin,
þrennar gallabuxur gáfu upp öndina á heimili mínu
í sömu vikunni og mig sem hefur lengi langað í gallapils.
Svo ég hannaði,sneið og saumaði þetta pils
og er bara mjög ánægð með útkomuna.



Saturday, May 12, 2012

Dóna-húfa

Þetta er afmælisgjöf handa tengdasyninum
hann var ánægður sýndist mér ;)
notar hana í veiðina í haust.
Uppskriftina fann ég á netinu
og mixaði hana fyrir Smart band.