Pabbi minn fékk svona flöskupoka í afmælisgjöf
þegar hann varð sjötugur, mér fannst hann mjög flottur
og fór að grafast fyrir um uppskriftina.
Prjónakona á facebook var svo elskuleg að senda
mér uppskriftina í tölvupósti.
Svona er ég dásamlega heppin,
þrennar gallabuxur gáfu upp öndina á heimili mínu
í sömu vikunni og mig sem hefur lengi langað í gallapils.
Svo ég hannaði,sneið og saumaði þetta pils
og er bara mjög ánægð með útkomuna.
Þetta er afmælisgjöf handa tengdasyninum
hann var ánægður sýndist mér ;)
notar hana í veiðina í haust.
Uppskriftina fann ég á netinu
og mixaði hana fyrir Smart band.