Thursday, February 21, 2013

Sokkar.

Mamma mín átti afmæli í febrúar
og ég prjónaði þessa sokka handa henni úr Kambgarni
uppskriftin er í bókinni Sokkaprjón.

Wednesday, February 13, 2013

Dóna-húfa.

Sonur minn elskulegur bað mig um að prjóna svona húfu handa sér,
alltaf flottastur.

Sunday, February 3, 2013

Grænmetis og ávaxta - poki.

Eins og ég hef áður sagt er ég mikil áhugamanneskja um endurvinnslu hvernskonar,
þess vegna datt mér í hug að sniðugt væri að bera minna af plastpokum
heim úr verslunum.
Ég hugsaði málið og datt svo niður á þá hugmynd að gera poka
fyrir grænmeti og ávexti og taka hann alltaf með í búðina.
Ég hef notað hann frá áramótum og gengur bara vel og tilfinningin að
spara plast er góð.