Lopapeysa og innpökkun.
Eitt af því sem ég ákvað fyrir 2015
var að gera allar afmælisgjafir sjálf.
Systir mín varð 40 í janúar og fékk þessa peysu.
Hún sá þennan dall hjá mér og bar víurnar í hann
svo ég ákvað að pakka peysunni inn í hann og að
sjálfsögðu fylgir heimatilbúið kort með.