Monday, June 29, 2015

Sparnaðarráð - afgangar.

Ég reyni að elda passlega mikið í matinn
en af og til kemur fyrir að það verða afgangar,
mér er mjög illa við að henda mat
svo ég frysti afgangana í plastpoka.
Og svo koma dagar eins og í dag þegar ég er
sein með matinn og eiginlega ekki tími til að elda
þá tek ég út afgangana og set hverja tegund á disk
og fjölskyldumeðlimir geta valið sér hvað þeir borða
í matinn í kvöld var
-grillkjöt
-fiskréttur
-hakkréttur
-kjötbollur
-buff
allt rann ljúflega niður niður og það sem best var
kostaði ekki krónu.

Sunday, June 28, 2015

Mangó ræktað af steini.

Ég hef gaman af að prófa margskonar ræktun
ég elska Mangó hann er uppáhalds ávöxturinn minn
og alveg tilvalið að spreyta sig á mangórækt.


Mangósteinn,


Þar sem steinninn mjókkar upp er auðvelt að koma hníf á milli
og opna skelina.


Svona lítur fræið út.


Fræið komið úr skelinni


og í moldina.
Þetta verður spennandi verkefni.

Maríustakkur í te.

Í dag fór ég og tíndi Marístakk til að nota i te.

Maríustakkur er helsta íslenska lækningajurtin við kvennsjúkdómum
Hann er notaður til að draga út tíðaverkjum,
koma reglu á blæðingar og draga úr þeim.
Hann er líka góður við svita og hitakófum á breytingaskeiðinu,
ófrjósemi,fyrirtíðaspennu,bólum og mígreni.
 Hann er styrkjandi fyrir meltingafærin og notaður 
við magabólgum,ristilbólgum og niðurgangi.




Laufin mín fara uppá eldhússkápana og þorna þar.


Ég tók 6 plöntur upp með rótum 
og gróðursetti í garðinum mínum
svo er að sjá hvernig þær braggast.

Saturday, June 27, 2015

Avokado ræktað af steinum.

Vinkona mín ræktar avokado af steinum og sýndi mér 
plönturnar sínar og þær eru mjög fallegar.
Mig langaði að prófa að og hún sagði mér hvernig ég ætti að fara að.


Svo næst þegar ég keypti mér avokado í salatið mitt
tók ég steininn úr.


Stóri steinninn er úr avokadoinu að ofan 
litlu eru úr lífrænt ræktuðum.


Þrír tannstönglar til að halda steinunum uppúr vatninu.


Og vola snúa rótinni niður og passa að sá hluti sé alltaf í vatni.

10 ágúst henti ég steinunum engar rætur voru komnar.

Sunday, June 14, 2015

Moltugerð

Mér voru gefnar þrjár 200 lítra plastunnur 
og ég ákvað nota þær í moltugerð.





Ég sagaði botn og lok af einni tunnunni
og boraði mörg loftgöt.




Mokaði svo risa holu og gróf tunnuna 1/3 niður í jörðina.
Í botninn setti ég greinar og kurl.

Saturday, June 13, 2015

Blóm í felum risavalmúi og kornblóm.

Í dag líður mér eins og ég hafi unnið í lottóinu.
Ég leigi þetta hús og meðfram því er fullt af stráum
og ég ákvað að skoða þau nánar áður en ég myndi
bruna yfir þau með sláttuvélinni.


Þetta eru stráin.


Í stráunum fann ég risavalmúa sem er kominn með blómaknúbba
og blómstrar appelsínugulum blómum skilst mér.


Og fróðir menn telja þetta vera kornblóm 
það mun blómstra fjólubláum blómum.



Þarna er ég búin að taka burt stráin að hluta 
og þá kom í ljós þetta fína beð 
steinar uppá rönd til að marka fyrir beðinu 
og steinar í beðinu milli blómanna.
Einhver hefur lagt vinnu í þetta beð 
og það gleður mig.

Friday, June 12, 2015

Sparnaðarráð - frystar paprikur.

Ég kaupi oft grænmeti á síðasta snúningi 
í Bónus á lítinn pening,saxa það niður
og frysti, Þetta grænmeti nota ég svo í 
pottrétti,fiskirétti og eggjakökur.


Sunday, June 7, 2015

Vorlaukur í klósettrúllum.

Ég sá þessa hugmynd á netinu
og ákvað að prófa
setti 2-3 fræ af vorlauk í hverja klósettrúllu.
Svo þegar planta myndast ætla ég að setja
klósettrúllurnar niður í gróðurkassa.


Spínatið út í dag.

Spínatið mitt sem ég setti niður inni 24 maí 
kom upp 30 maí fór út í dag 7 júní
15 daga gamalt.



Ég er byrjandi í spínatræktun
og nú er bara að bíða og sjá 
set mynd eftir ca 15 daga aftur.

Saturday, June 6, 2015

Nota minna þvottaefni.

Ég vel lífrænt eða umhverfisvænt þegar ég kem því við
þvottavélaefnið var búið og mál að kaupa nýtt
euroshopper töflurnar kostuðu 790
en þessar unhverfisvænu kostuðu 2500


70 töflur í kassanum.



Ein tafla.
Og ég fór að hugsa hvort þetta væri ekki allt of mikið þvottaefni
svo ég skipti töflunum í tvennt og ennþá var allt hreint
svo ég prófaði að skipta hverri töflu í 4 hluta.


Og allt verður skýnandi hreint með 1/4 úr töflu
meira að segja þegar mikil fita er.
Í stað þess að duga í 70 daga dugar pakkinn nú í 
280 daga og þegar það er tekið með í reikninginn
að ég nota uppþvottavélina stundum bara annan hvorn dag
dugar pakkinn mér kannski árið :)



Tuesday, June 2, 2015

Birkilauf í te.

Í fyrra tíndi ég í fyrsta sinn birkilauf og þurrkaði í te,
ég  fór aftur í dag til að tína meira og þurrka.
Best er að tína ný lauf og fermsti hlutinn af greininni má alveg fylgja með.
Anna Rósa grasalæknir segir um birki:

Birki (Betula pubescens) er talið mjög vatnslosandi og er gjarnan notað við nýrnasjúkdómum. Það er vel þekkt gegn gigtarsjúkdómum, sérstaklega liða-, sóríasis- og þvagsýrugigt. Birki er talið blóðhreinsandi og mikið notað við húðsjúkdómum svo sem exemi og sóríasis ásamt því að vera græðandi útvortis fyrir sár og húðútbrot.