Ég reyni að elda passlega mikið í matinn
en af og til kemur fyrir að það verða afgangar,
mér er mjög illa við að henda mat
svo ég frysti afgangana í plastpoka.
Og svo koma dagar eins og í dag þegar ég er
sein með matinn og eiginlega ekki tími til að elda
þá tek ég út afgangana og set hverja tegund á disk
og fjölskyldumeðlimir geta valið sér hvað þeir borða
í matinn í kvöld var
-grillkjöt
-fiskréttur
-hakkréttur
-kjötbollur
-buff
allt rann ljúflega niður niður og það sem best var
kostaði ekki krónu.