Sunday, August 30, 2015

Uppskera

Það er rétt, tíðin hefur oft verið betri
en ég nenni ekki að pirra mig á því.
Það er yndisleg tilfinning að borða úr eigin garði.


Kál,jarðarber og vorlaukur
smakkast alveg dásamlega.



Fyrstu karteflurnar
fara í karteflusúpu á morgun.

Karteflusúpa
vatn
grænmetisteningur
1 dós niðursoðnir tómatar
3 hvítlauksgeirar
karteflur 
gulrætur 
laukur.

No comments:

Post a Comment