Sunday, August 30, 2015

Eggjakaka - tiltekt í ísskáp

Mér er illa við að henda mat
nýjasta leiðin mín til að nýta afganga 
er að gera eggjaköku,
Þá tek ég það sem er að renna út í ísskápnum 
og frystinum og skelli því á pönnuna,


Þarna eru, kjúklingur, hrísgrjón ,paprika og púrrulaukur
að malla á pönnunni í smá olíu.


Ég mða við 2 egg á mann
eggin kaupi ég beint frá bónda.
Ef ég á rjóma set ég hálfan dl í eggjahræruna
eins ef ostbiti liggur fyrir skemmdum passar hann vel í þetta,
og það krydd sem mér líkar oft steinselju eða basiliku,
svo helli ég þessu á pönnuna og blanda saman.


Lok yfir á lágum straum og vola matur.

No comments:

Post a Comment