Á aðfangadag byrjaði ég á smá tilraun
ég ætla ekki að þvo föt aftur fyrr en ég neyðist til þess.
Tilgangur þessarar tilraunar er að finna út hvað af fötunum mínum
ég nota og hvað ég get losað mig við.
Prófa að fara í önnur föt en þessi sem ég geng í venjulega.
Í lok þessarar tilraunar verða bara föt sem ég nota í fataskápnum mínum.
Vika 3.
Vika 1.
Óhreinatauið mitt og föt sem ég mig langar ekki að vera í og ætla að losa mig við.
Vika 2.
Óhreinatauið mitt og föt sem mig langar aldrei að fara í og ætla að losa mig við.
Þetta eru öll fötin mín.
Pokarnir þrír aftast eru á leið í Rauðakrossinn, annað ætla ég að nota.
Útiföt
1 kuldagalli
1 úlpa
1 spari-úlpa
1 vindbuxur
1 vindjakki
1 lopapeysa
1 ullasokkar
1 húfa
1 trefill
1 kragi
1 vettlingar
Hversdagsföt
4 gallabuxur
2 leggings
2 gollur
4 rúllukragapeysur
4 peysur
3 kjólar
3 T-bolir
3 hlírabolir
15 sokkapör
3 brjóstahaldarar
8 nærbrækur
Spariföt
3 kjólar
4 sokkabuxur
2 buxur
1 skyrta
1 golla
1 sjal
Hlaupaföt
1 buxur
1 bolur með brjóstahaldara
1 bolur
1 toppur
1 jakki
1 vindjakki
Skór
1 gönguskór
1 hlaupaskór
2 strigaskór
2 spariskór
1 uppháir skór
1 sumarskór
Annað
1 janus föðurland
1 janus T-bolur
1 sundbolur
2 náttbuxur
3 náttbolir
1 kósípeysa
97 flíkur alls.
Ég hef ákveðið að kaupa mér ekki föt þetta árið
heldur ganga út úr því sem ég á.
Þegar mig vantar svo föt í tímans rás
ætla ég að kaupa föt sem eru vönduð
og unnin á viðeigandi hátt
og fólki er borgað viðeigandi laun fyrir vinnu sína,
og vinnuaðstæður þess góðar.
En meira um það þegar þar að kemur.
No comments:
Post a Comment