Þá duttu mér allar dauðar lýs úr höfði
á fernunni undan möndlumjólkinni minni stendur
2 prósent möndlur.
Í alvöru í heilum líter af möndlumjólk
hvað í ósköpunumn er þá allt hitt.
Svo ég ákvað að fara að búa hana til sjálf
Þá myndi ég fá meira af möndlum og eins vissi ég þá
nákvæmlega hvað ég væri að drekka.
Möndlur í bleyti yfir nótt.
Skolað og sett í blandara.
Blandað og meira vatni bætt í
hlutföllin eru 1 möndlur á móti 3 af vatni.
Margir sía mjólkina en mér líkar vel við litlu bitana,
reyndar hef ég prófað að gera sama við cashew hnetur og líkar það
bertur svo nú er ég að drekka cashewmjólk.
No comments:
Post a Comment