Ég er minimalisti
og stefni að því að gefa upplifanir og heimatilbúið
við sem flest tækifæri.
En áður en ég kynntist minimalisma (janúar 2016)
pantaði ég ótæpilega af Aliexpress og ætlaði að gefa í jólagjafir
en svo kom það allt eftir jól
svo ég á tilbúnar flestar jólagjafir fyrir næstu jól.
Ég er með þrjá kassa
konur, menn og drengi og stúlkur saman.
Nöfn allra sem ég gef jólagjafir eru á viðeigandi kössum
og ég krossa við þegar jólagjöf handa viðkomandi er
komin í kassann.
Þetta kerfi hef ég notað í nokkurn tíma
og keypt jólagjafir allt árið á útsölum.
No comments:
Post a Comment