Jól bernsku minnar eru samofin gömlu jólagardínunum hennar mömmu,
hún gaf mér þær þegar ég fór að búa og setti ég þær alltaf upp í desember
eins og mamma gerði. Nú eru börnin vaxin úr grasi og ég fékk þá hugmynd
að sauma margnota jólagjafapoka úr gömlu gardínunum.
Ég notaði þá fyrst í fyrra og allir voru mjög duglegir að skila þeim aftur.
Pokarnir mínir.
Tilbúin jólagjöf 2016.
3 jólagjafir tilbúnar 2016.
Ég elska þessa hugmynd.
No comments:
Post a Comment