Tuesday, January 31, 2017

Hvernig gekk í janúar og febrúaráskorun.

Janúaráskorun var að borða það sem til var og gekk það mjög vel
bæði sér vel á skápum og frystikistu.
Ég ætlaði líka að láta 10.000 duga í matarinnkaup á viku
og gekk það stundum upp og stundum ekki.

Febrúaráskorun er engin facebook,youtube,snapp
og lesa eitthvað alla daga.

Sunday, January 29, 2017

Þetta keypti ég í janúar.

Ég var í kaupbanni 2016 og það gekk vel
það var þó eitt og annað sem var kominn tími á.
Ég hef ákveðið að hugsa meira um það 
hvað ég kaupi og hvort það auki gæði lífs míns.
Þetta keypti ég í janúar 2017.


Lesgleraugu
þau bæta líf mitt, ég verð ekki eins þreytt að lesa námsefnið mitt
og er líka farin að lesa mér til ánægju.


Gönguskó og sokka.
þeir bæta líf mitt vegna þess að sólinn datt undan gömlu skónum
og ég var búin að reyna að láta líma þá áður og
ég er spenntari fyrir því að ganga í vinnuna og fara í gönguferðir
á nýju skónum.



Þrennar buxur keypti ég á pokadegi í rauða krossinum á 1500 kr 
þær bæta líf mitt því ég átti bara eftir einar leggings og ekkert til 
skiptanna og það er nauðsynlegt að eiga til skiptanna.


Þessa peysu keypti ég í rauðakross búðinni á 600 kr
mig vantaði berti preysu til að fara í á fundi
hún bætir líf mitt með því að veita mér gleði.




Saturday, January 14, 2017

Hvernig gekk áskorun 2016


Í byrjun 2016 póstaði ég þessu.......

1.janúar 2017 ætla ég að eiga milljón inná bankabók.
Ég ætla að safna mér fyrir litlu húsi með garði.
Ég er búin að fá mér bók í bankanum mínum og inná hana 
fer 84.000 kr sjálfkrafa mánaðarlega af launareikninginum mínum.
Ég fæ um 350 þúsund útborgað á mánuði
100 þús fara í leigu
84 þús á bókina
60 þús í mat (15 þús á viku)
þá eru eftur 106 þús í annað
og já maðurinn minn borgar aðra reikninga og nei hann er ekki með mér í þessu :)

Ég hef skilgreint það sem ég ætla ekki að kaupa

föt
raftæki
húsbúnað
te
kaffihús 
út að borða
gjafaumbúðir 
kort
húsgögn
bakkelsi
tilbúinn mat
bækur 
tímarit
gos
snakk 
popp

Ég hef skilgreint það sem ég ætla að kaupa

matur ekki yfir 15 þús á viku
tölvu þegar mín gefur upp öndina
hreinlætisvörur á mig og heimilið lífrænar
læknir / lyf
bensín /viðgerðakostnaður á bíl
flugmiðar hótel og farartæki í ferðalagi
skólagjöld og námskeiðsgjöld
viðgerðakostnaður
klipping 4x á ári
tónlistaráskrift af Spottify
nudd
gjafir 2000 á mann
eitt deit á mánuði með manninum mínum (má vera kaffihús eða út að borða)

Ég bý til matarplan á sunnudögum fyrir vikuna og versla fyrir það
svo fer ég aftur í búð fyrir helgina.


HVERNIG GEKK 2016

Ég á rúma milljón inná banka
ég keypti engin föt 2016
ég keypti ekki húsbúnað,gjafaumbúðir,kort,bakkelsi,tilbúinn mat,tímarit og gos
ég keypti tölvu og blandara þegar mín dóu
ég ákvað að of mikil gleði tapaðist með því að fara ekki á kaffihús og út að borða svo ég gerði það
ég keypti eina bók
teið mitt kláraðist í október og þá fór ég að kaupa te.
ég keypti einstaka sinnum popp og snakk.
Oftast dugði 15 þúsund ímatarkaup á viku
en ég á eftir að gera upp árið og pósta því
þegar það er tilbúið.

Janúar-áskorun borða það sem til er.

Janúar-áskorunin mín er að borða það sem til er 
bæði úr frystikistunni og skápunum.
Og nota bara 10 þúsund í mat á viku
sjáum hvernig það gengur.