Í byrjun 2016 póstaði ég þessu.......
1.janúar 2017 ætla ég að eiga milljón inná bankabók.
Ég ætla að safna mér fyrir litlu húsi með garði.
Ég er búin að fá mér bók í bankanum mínum og inná hana
fer 84.000 kr sjálfkrafa mánaðarlega af launareikninginum mínum.
Ég fæ um 350 þúsund útborgað á mánuði
100 þús fara í leigu
84 þús á bókina
60 þús í mat (15 þús á viku)
þá eru eftur 106 þús í annað
og já maðurinn minn borgar aðra reikninga og nei hann er ekki með mér í þessu :)
Ég hef skilgreint það sem ég ætla ekki að kaupa
föt
raftæki
húsbúnað
te
kaffihús
út að borða
gjafaumbúðir
kort
húsgögn
bakkelsi
tilbúinn mat
bækur
tímarit
gos
snakk
popp
Ég hef skilgreint það sem ég ætla að kaupa
matur ekki yfir 15 þús á viku
tölvu þegar mín gefur upp öndina
hreinlætisvörur á mig og heimilið lífrænar
læknir / lyf
bensín /viðgerðakostnaður á bíl
flugmiðar hótel og farartæki í ferðalagi
skólagjöld og námskeiðsgjöld
viðgerðakostnaður
klipping 4x á ári
tónlistaráskrift af Spottify
nudd
gjafir 2000 á mann
gjafir 2000 á mann
eitt deit á mánuði með manninum mínum (má vera kaffihús eða út að borða)
Ég bý til matarplan á sunnudögum fyrir vikuna og versla fyrir það
svo fer ég aftur í búð fyrir helgina.
HVERNIG GEKK 2016
Ég á rúma milljón inná banka
ég keypti engin föt 2016
ég keypti ekki húsbúnað,gjafaumbúðir,kort,bakkelsi,tilbúinn mat,tímarit og gos
ég keypti tölvu og blandara þegar mín dóu
ég ákvað að of mikil gleði tapaðist með því að fara ekki á kaffihús og út að borða svo ég gerði það
ég keypti eina bók
teið mitt kláraðist í október og þá fór ég að kaupa te.
ég keypti einstaka sinnum popp og snakk.
Oftast dugði 15 þúsund ímatarkaup á viku
en ég á eftir að gera upp árið og pósta því
þegar það er tilbúið.
No comments:
Post a Comment