Sunday, September 27, 2015

Vistvæn þrif á uppþvottavél og þvottavél.

Ég hef mikinn áhuga á vistvermd og er alltaf að leita leiða til að menga minna.
Ég hreinsa uppþvottavélina mína 2x á ári
 og hef hingað til notað til þess sterka blöndu keypta í Bónus.
Ég sá þessa hugmynd á netinu 
að setja matarsóda í þvottahólfið og hella ediki í botninn á vélinni 
og láta hana þvo tóma. 
Þetta gekk svona líka
ljómandi vel vélin er tandurhrein.


Ég prófaði þessa aðferð líka á þvottavélina mína
og það virkar líka vel.

Monday, September 21, 2015

Prjónaðar og heklaðar borðtuskur.

Ég gaf vinkonu minni þessar borðtuskur á dögunum.



Hún gladdist við það 
og ég gladdist við að gleðja hana.

Sunday, September 20, 2015

Inniræktun

Ég tók þátt í leik á feisinu
og vann þetta líka fína sett
ljósaperu til inniræktunar og 
stand fyrri hana.
Þá er bara að hefjast handa.


Monday, September 14, 2015

Kökuform úr pappír

Nú vill svo til að ég á ekkert kökuform
en bauðst samt til að baka fyrir afmæli
systir minnar,hvað gera menn þá,
Búa til bökunarform úr bökunarpappír.





Ég er ánægð með hvað þetta tókst vel.

Sunday, September 6, 2015

Kartefluuppskera

Ég hafði góða aðstoð við kartefluupptöku í dag
Theodór hjálpaði mér.



Theodór með uppskeruna.



Það þarf að þvo karteflurnar.


Og þurrka þær
maðurinn minn hló að mér
ég setti niður 5 kíló og fékk upp 4 kg
hann sagði að praktískara hefði verið
að éta útsæðið.
En þessi ræktun hefur veitt mér mikla gleði.

Svo 22 september tók ég upp úr dekkinu


Thursday, September 3, 2015

Þurrkaðar jurtir.

Ég ræktaði kryddjurtir í sumar inni og úti og hef notað þær mikið ferskar
þær voru farnar að láta á sjá og ég ákvað að þurrka þær til að nota í vetur.
Ég þurrkaði þær í bakarofninum á 110 gráður í 15 mín og er sátt við útkomuna.




Origano,Sage og Mynta.

Tuesday, September 1, 2015

Sparnaðarráð - tannkrem.

Ég hef prófað að búa til mitt eigið tannkrem 
en líkaði það ekki nógu vel.
Ég nota Zendium því það er eina tannkremið sem fæst hér
með Svaninum sem er umhverfisvottun norðurlandanna.


En sparnaðarráðið er að þegar þú heldur að tannkremið sé búið
er mikið eftir, með því að klippa ofan af túpunni er hægt að 
busta sig sirka 10 sinnum í viðbót með tannkreminu sem er eftir
það munar um minna.


Og þvottaklemma til að loka svo tannkremið þorni ekki.