Sunday, September 27, 2015

Vistvæn þrif á uppþvottavél og þvottavél.

Ég hef mikinn áhuga á vistvermd og er alltaf að leita leiða til að menga minna.
Ég hreinsa uppþvottavélina mína 2x á ári
 og hef hingað til notað til þess sterka blöndu keypta í Bónus.
Ég sá þessa hugmynd á netinu 
að setja matarsóda í þvottahólfið og hella ediki í botninn á vélinni 
og láta hana þvo tóma. 
Þetta gekk svona líka
ljómandi vel vélin er tandurhrein.


Ég prófaði þessa aðferð líka á þvottavélina mína
og það virkar líka vel.

No comments:

Post a Comment