Ummmm ég bjó þessa til um daginn
þegar góð vinkona mín gaf mér nokkra leggi af rabbabara.
Og ég hef gert hana oft síðan
ég elska hana útá chiagrautinn minn í hádeginu.
150 gr rabbabari
150 gr frosin jarðarber
6 döðlur (betra að skera þær í litla bita)
ekkert annað.
Allt sett í pott og soðið í ca 20 mín
hrært í af og til.
Vola tilbúið.
Mér finnst gott að hafa stóra bita af rabbabara í sultuni
ef þér líkar það ekki má setja hann í matvinnsluvél
áður en hann fer í pottinn.
Þessi skamtur dugar mér á tvo chiagrauta.
No comments:
Post a Comment