Friday, March 27, 2015

Stór púði

Sonur minn hefur í nokkurn tíma beðið um stóran púða
og þeir kosta helling 
og að kaupa fyllingu í þá er líka dýrt.
Við vorum stödd í Rauða kross búðinni 
og þar fann hann þessa kodda og stakk uppá því að 
gera úr þeim stóran púða.


Ég saumaði svo stóran púða úr afgangs gardínuefni
og við tókum fyllinguna úr litlu púðunum og settum í stóra púðann
og drengurinn er alsæll.


No comments:

Post a Comment