Tuesday, July 28, 2015

Graslauksolía

Ég borða mikið af grænmeti
og finnst gott að hafa olíu útá,
ég ákvað að prófa að búa til graslauksolíu
með graslauknum úr garðinum mínum.


Ég saxaði niður graslaukinn og líka blómin hans
 og setti í þessa flösku 
sem ég fékk í Rauða krossinum og bætti svo 
ólifuolíu samanvið.


Eftir tvo daga smakkaði ég olíuna á salat
og hún er mjög góð.

Monday, July 27, 2015

Prjónaðar barnapeysur.

Nú er svo að börnin í kringum mig stækka
svo ég finn mér minni börn til að prjóna á.
Þessar peysur fóru til systkina 
sem kunnu vel að meta þær.
Uppskriftin er úr gömlu Ýr blaði.


Lífrænt te frá Boston

Systir mín brá sér til Boston á dögunum
og færði mér þetta dýrindis lífræna te 
þegar hún kom heim aftur.


Piparmyntu og lakkrís te
meiriháttar góð.

Sunday, July 26, 2015

Núðlur frá Kóreu

Í gær sá ég 6 konur frá Kóreu að vandræðast fyrir utan blokkina
og ein þerra gaf sig á tal við mig.
Þær voru að leigja íbúð og vantaði lykilinn,
þar sem ég vissi hver á íbúðina gat ég hringt 
og reddað málum fyrir þær.
Í morgun þegar ég vaknaði var þetta fyrir utan útidyrnar hjá mér
í þakklætisskyni.
Í dag gleðst ég yfir því að hafa geta hjálpað.



Thursday, July 23, 2015

Hvönn

Þetta dásamlega blóm fann ég á Akureyri


Það er hærra en ég,
ég skoðaði það með núvitundinni minni
og nú tvem vikum seinna er það ennþá í huga mér.




Svo fallegt.

Saturday, July 18, 2015

Hvönn og Vallhumall í te

Á göngu minni um bæinn í sólinni í gær
hitti ég góða konu sem á stóran garð með 
íslenskun jurtum og hún gaf mér 
hvönn og Vallhumal til að þurrka í te.
Svona er fólk dásamlegt.



Hvönn er góð við meltingartruflunum,kvilla í lifur,góð til að 
losa slím úr öndunarfærum,bronkítis,lungnabólgu og krabbameini.

Vallhumall er ein besta lækningarjurtin
styrkjandi, mýkjandi,samandragandi,uppleysandi,blóðhreinsandi,
bætir sinadrátt og stirðleika líkamans.
Einnig matarólyst,meltingarvandræði,skyrbjúg,innyflaorma,
krampa,tannverk,þvagrásabólgumrgikt,höfuðverk og sýkingar í öndunarvegi.



Thursday, July 16, 2015

Garðurinn minn 16 júlí 2015

Þetta er garðurinn minn í dag 
stolt mitt og gleði.


Öll úti ræktunin mín.


Mynta, graslaukur og steinselja.


Ég fékk blaðlús á sólblómin, þvoði þau með uppþvottalegi 
og setti þau út, þau eru ekkert voða sátt en lifa þó.


Spínatinu byrjaði ég að sá 26 maí og er byrjuð að 
fá mér í búst á morgnana.


Þetta kál man ég ekki hvað heitir
sáð 23 júní.


Jarðarberjaplönturnar mínar
sem mér voru gefnar.


Vorlaukurinn minn sem ég forræktaði inni í klósettrúllum og setti út 17 júní.


Karteflrunar mínar sem ég setti niður 25 maí 5kg.






Thursday, July 9, 2015

Dúkur yfir jarðaberjaplönturnar mínar.

Ég er með jarðaberjaplöntur sem mér voru gefnar
þær eru duglegar að blómstra og fjölga sér.
Fuglum finnast jarðarber jafn góð og mér
svo ég set dúk yfir jarðaberjakassann.
Ég átti erfitt með að láta hann tolla almennilega
svo ég greip á það ráð að sauma teygju allan hringinn
og það kemur svona ljómandi vel út og er til friðs.




Monday, July 6, 2015

c25k

Mig hefur alltaf langað til að geta hlaupið
 og í fyrra sumar hljóp ég í fyrsta sinn og notaði 
c25k prógrammið og það gekk vel.
Allt í einu var svo komið hálft ár þar sem ég
hafði ekki hlaupið neitt og nú er ég byrjuð aftur
á byrjuninni vika 1 dagur 1 c25k.



Hlaupaleiðin mín er stutt frá heimili mínu
meðfram Eyvindaránni.

Til að hvetja mig til að hreyfa mig hef ég stofnað 
hóp á facebook sem heitit
Ég hreyfði mig í dag
allir velkomnir sem vantar hvatningu til að hreyfa sig.


Thursday, July 2, 2015

2015 in 2015

Ég tók áskorun í byrjun þessa árs
að losa mig við 2015 hluti árið 2015
og ég kláraði hana í dag
Vúhú.


Minimalismi í júní

Áfram held ég að losa mig við dót
1 fyrsta júní
2 annan júní osfrv.
































Þar fór það og mikið er mér létt.