Ég borða mikið af grænmeti
og finnst gott að hafa olíu útá,
ég ákvað að prófa að búa til graslauksolíu
með graslauknum úr garðinum mínum.
Ég saxaði niður graslaukinn og líka blómin hans
og setti í þessa flösku
sem ég fékk í Rauða krossinum og bætti svo
ólifuolíu samanvið.
Eftir tvo daga smakkaði ég olíuna á salat
og hún er mjög góð.