Á göngu minni um bæinn í sólinni í gær
hitti ég góða konu sem á stóran garð með
íslenskun jurtum og hún gaf mér
hvönn og Vallhumal til að þurrka í te.
Svona er fólk dásamlegt.
Hvönn er góð við meltingartruflunum,kvilla í lifur,góð til að
losa slím úr öndunarfærum,bronkítis,lungnabólgu og krabbameini.
Vallhumall er ein besta lækningarjurtin
styrkjandi, mýkjandi,samandragandi,uppleysandi,blóðhreinsandi,
bætir sinadrátt og stirðleika líkamans.
Einnig matarólyst,meltingarvandræði,skyrbjúg,innyflaorma,
krampa,tannverk,þvagrásabólgumrgikt,höfuðverk og sýkingar í öndunarvegi.
No comments:
Post a Comment