Það er alveg ótrúlegt hvað 3ja manna fjölskylda fer með mörg handklæði á viku,
ég var bara alltaf að þvo handklæði.
Að því gefnu að maður sé sæmilega hreinn þegar maður kemur úr baði
eru haldklæðin varla óhrein eftir eitt bað, eða hvað.
Þá datt mér þetta snjallræði í hug.
Eitt stórt og eitt lítið handklæði á mann
og öllu skellt í þvottavélina á föstudögum.
Þvílíkur munur ein vél af haldklæðum á viku.
Og já ég hef eitt handklæði sem liggur á baðbrúninni
og fólk setur á gólfið áður en það fer í bað.
No comments:
Post a Comment