Sunday, January 31, 2016

Sinaskeiðabólga - heimatilbúið ráð

Ég er búin að finna til í heldinni í þrjár vikur
og eins og ekta íslendingur hef ég hunsað verkinn 
og beðið eftir því að hann fari - sem hann hefur ekki gert.
Vinkona mín sagði mér að sennilega væri þetta sinaskeiðabólga.
Ég gúgglaði ráð við sinaskeiðabólgu og það sem var ráðlagt var 
að taka verkjatöflur og nóg af þeim og nota stuðning við úlnliðinn.
Nú var úr vöndu að ráða þar sem ég er ekki að kaupa neitt, svo mundi ég 
að mamma var stundum með stroff á hendinni í síldinni í gamla daga.
Ég fann því gamlan sokk og notaði hann ásamt verkjatöflum og viti menn 
mér líður betur ;)



Saturday, January 30, 2016

Hvítlaukur ræktun.

Ég elska hvítlauk ,
hann er ræktaður þannig að hvítlauksgeirar
eru settir niður í mold úti  að hausti
frjósa þar og koma upp að vori.
Ég setti niður rif í þýðunni í janúar,
nú veit ég ekki hvort það heppnast 
það verður tíminn að leiða í ljós.
En þessir hvítlauksgeirar voru byrjaðir að mynda græn blöð
 í grænmetisskúffunni minni
svo ég stakk þeim í mold,
 þeir verða ekki laukar því þeir hafa ekki frosið
 en í salat eru blöðin dásamleg.





Þessi mynd er tekin 10 febrúar.
Ég er byrjuð að klippa kvítlauksblöðin niður í slatið mitt.

Friday, January 29, 2016

Minimalisk áskorun janúar

Fyrsti mánuðurinn í áskoruninni minni lokið
matur 35.979
sparnaður 102.500
date 8.600 þorrablót
Ég er mjög ánægð með þetta og hlakka til að halda áfram í febrúar.

Monday, January 25, 2016

Skipulag máltíða.

Á sunnudögum sest ég niður
og skipulegg hvað ég ætla að hafa í kvöldmatinn næstu viku,
miðað við hvað ég á í frysti og ísskáp.
Svo fer ég í búð og versla inn það sem mig vantar.
Þetta er eitt besta sparnaðarráð sem ég kann
að skipulegga mátíðir fyrir alla vikuna.
Ég fer svo aftur í búð undir helgina og versla ferskvöru.


Þetta er ísskápurinn minn og á honum hangir kvöldmáltíðaplanið
ég stroka svo út þegar viðkomandi máltíð er búin.

Sunday, January 24, 2016

Saturday, January 23, 2016

Sparnaðarleikur.

Ég hef gaman af því að setja mér markmið.
Og markmið mitt þetta árið er að eiga milljón í banka.
Ég legg inn 84 þúsund um hver mánaðarmót.
Svo fékk ég þessa snilldarhugmynd
á hverjum sunnudegi legg ég inn smá auka og það safnast saman.


Sem sagt á hverjum sunnudegi legg ég inn á lokuðu bókina mína
það sem ég hef afgangs af vikupeningnum og krota yfir það á 
þessu blaði.

Monday, January 18, 2016

Maukaðir tómatar.

Ég er hrifin af því þegar verslanir selja mat á síðasta snúningi á afslætti.


Ég keypti þennan poka fullan af tómötum á 50 kr.



Maukaði þá í matvinnsluvélinni minni.


Og setti í mjólkurfernur.


Og vola tilbúið í frystinn 
ég þarf ekki að kaupa niðursoðna tómata á næstunni,


Sama hef ég líka gert við paprikur, gulrætur, sellerí, lauk ofl.


Thursday, January 14, 2016

Sáning paprikufræja

Eftir áramót fer ég að huga að ræktun sumarsins
fyrst á dagskrá eru paprikufræ.
Ég kaupi rauða papriku og set fræin úr henni í mold.
Sáðbakkinn minn er mjólkurferna.


Moli er minn aðal aðstoðamaður í ræktuninni.


16 dagar liðnir og komnar litlar paprikuplöntur.


Tæpur mánuður og gróska í plöntunum.

Sunday, January 10, 2016

Kaffikanna verðir sósukanna.

Maðurinn minn drekkur kaffi,
kaffivélin hans gaf upp öndina fyrir jól.
Hann stakk uppá því að nota könnuna undir sósu,
svei mér ef minimalisminn er ekki að nuddast á hann.



Thursday, January 7, 2016

Crok pot eða slow cooker.

Þennan snildar pott gaf eiginmaður minn mér í jólagjöf.
Hann hægeldar matinn á löngum tíma og er til þess fallinn að setja mat í hann
 áður en ég fer í vinnuna og þá er maturinn til þegar ég kem heim seinnipartinn.
Ég er búin að gera tvær súpur í honum og þær voru dásamlegar.


Til þæginda gerði ég annan skammt og frysti 
svo næst get ég sett þetta í pottinn með engri fyrirhöfn.


Wednesday, January 6, 2016

Soð í súpur.

Ég elska súpur
og þær eru bestar með heimatilbúnu soði finnst mér.
Ég geymi ísbox með grænmetisafskurði í frystinum
og þegar boxið fyllist sýð ég grænmetisafskurðinn með smá salti og 1 líter af vatni
og vola komið soð í súpu sem má frysta eða geyma í ísskáp í tvo daga.


Ég sá hugmynd á netinu um að gera það sama við fiskafganga
og búa til plokkfisk eða fiskigratin.
Ég mun fljótlega prófa það.


Þarna er grænmetisafskurðurinn kominn í crok-pottinnog vatn með.
Og úr varð dásamlegt soð í súpu.

Monday, January 4, 2016

Te te te og meira te.

Ég borða ekki sykur og þegar mig langar að kaupa mér eitthvað gott
kaupi ég te og svo meira te og svo týni ég jurtir og þurrka og bý til te.
Þetta eru tebirgðirnar mínar.


Ég hef því ákveðið að kaupa mér ekki nýtt te 2016
heldur drekka upp birgðarnar.
Ég mun þó týna jurtir og þurrka í te í sumar.

Saturday, January 2, 2016

Endurvinnsla aðfangadags.

Það fellur mikið til á aðfangadag sem tilvalið er að endurvinna.


Umslögin utanaf jólakortunum fara í minnismiða fyrir innkaup og annað
kortin sjáft verða að merkimiðum og nýjum kortum fyrir næstu jól
og frímerkin fara til góðgerðamála.


Jólapappírinn fer utan um gjafir næstu jól.


Þessi pappír getur notast sem gjafapappír utan um afmælisgjafir á árinu.


Þessum borðum henti ég en ég hefði getað notað þá, 
endurhugsa það á næstu jól.


Þessum pappír henti ég 
annaðhvort of lítill til að nýta eða of mikið 
kapp var í opnuninni :)


Búið að taka niður jólaskrautið 10 janúar 2016
það rýrnaði um 2 kassa jibbí.



Friday, January 1, 2016

Heimatilbúnar jólagjafir 2015.



Kerti sem ég sreypti og setti á mynd af okkur sysrtum í París.


Kerti sem ég steypti og setti mynd sem vinkona mín Nína tók á þau.


Margir fengu vettlingasköfu.




Lopagalli sem ungur prins fékk.