Ég er búin að finna til í heldinni í þrjár vikur
og eins og ekta íslendingur hef ég hunsað verkinn
og beðið eftir því að hann fari - sem hann hefur ekki gert.
Vinkona mín sagði mér að sennilega væri þetta sinaskeiðabólga.
Ég gúgglaði ráð við sinaskeiðabólgu og það sem var ráðlagt var
að taka verkjatöflur og nóg af þeim og nota stuðning við úlnliðinn.
Nú var úr vöndu að ráða þar sem ég er ekki að kaupa neitt, svo mundi ég
að mamma var stundum með stroff á hendinni í síldinni í gamla daga.
Ég fann því gamlan sokk og notaði hann ásamt verkjatöflum og viti menn
mér líður betur ;)