Saturday, February 27, 2016

Vegan morgunmatur

Vegan morgunmatur 
1.
Kaldur hafragrautur
2 dl hafragrjón 
2msk chia fræ
2 msk sesam og hörfræ
1 msk goji ber
1 banani 
2-3 dl soyamjólk



Allt sett í krukku og geymt yfir nótt

+

Vola tilbúið um morguninn


2.
venjulegur hafragrautur
2 dl hafragrjón
3 dl vatn 
2 msk chia fræ
1 tsk salt


Allt sett í pott og hitaðað suðu
borðað með soja mjólk


3.
boozt
1 dl hafragrjón 
2 msk chiafræ
2 grænkálsblöð
slatti frosin hindber
sojamjólk þar til yfir flýtur


Blanda í blandara


Ummm rosa gott


4.
Bakaður hafragrautur
2 dl hafragrjón 
3 dl sojamjólk
1 stappaður banani
1 msk vínsteinslyfitduft
(vissuð þið að royal lyftiduft er ekki vegan)
1 msk kanill


Öllu blandað saman í skál sem þolir bakarofn
bakað við 180 C í 25 mín


Borðað með möndlumjólk, hnetusmjöri og hindberjum
nammmm



5.
soja jógúrt með múslí og mangó


Ég þurfti að hafa fyrir því að finna sykurlaust 
vegan jógúrt en það er til :)


Ég ætla að halda áfram áskorunni 
og vera áfram vegan í morgunmat
í mars.



Sunday, February 21, 2016

Baunir

Ég er svo heppin að elska baunir
ég tek oft með mér baunasalat í hádegismat.
Það er um það bil helmingi ódýrara að kaupa baunir
og leggja í bleyti og sjóða sjálfur heldur en að kaupa 
tilbúnar niðursoðnar baunir.
Vissulega er það fyrirhöfn en kemst fljótlega upp í vana.



Saturday, February 20, 2016

Langar svo í listi.

Ég er í kaupbindindi árið 2016
engin ný föt eða annað en matur og örfáar undantekningar 
sem má sjá á blogginu mínu.
Samt langar mig í ótal hluti :)
Ég sá þessa hugmynd á netinu
Mig langar svo hrikalega í þetta listinn
þar skrifa ég niður það sem mig langar í 
og hætti svo að hugsa um það.
Og veistu það virkar bara vel.


Thursday, February 18, 2016

Falleg orð

Falleg kona gaf mér þessa fallegu bók
með fallegum orðum í.
Ég naut þess að lesa hana og gef hana
nú áfram til fallegu dóttur minnar
sem er áhugamanneskja um falleg orð
eins og móðir hennar.



Tuesday, February 16, 2016

Vegan morgunmatur áskorun

Systir mín er vegan
og þegar við hittumst eldum við saman vegan mat.
Það kemur mér alltaf skemmtilega á óvart hvað þessi matur er bragðgóður.
Ég hef lengi haft áhuga á hollu mataræði og hef gaman af því að prófa 
nýja hluti. Ég veit ekki hvort ég vil verða vegan 
en mig langar að skoða betur þetta mataræði og 
skora því á sjálfa mig að vera vegan í morgunmat út febrúar.


Ég skipti nýmjólkinni sem ég er vön að drekka út fyrir soya mjólk
hana valdi ég vegna þess að það er ekki í henni sykur 
(allar aðrar mjólkurtegundir í Bónus eru með sykri í 
svolítið sem ég vissi ekki).
Ég ætla að taka mynd af amk 4 mismunandi vegan  morgunmat 
og pósta hér í næstu viku.

Monday, February 15, 2016

Aðstoð við heimanám.

Þetta er hann Moli minn.


Hann er mjög viljugur að aðstoða mig við heimanámið.

Tuesday, February 9, 2016

Saltkjöt og baunir crokpot

Ég gerði tilraun í dag sprengidag
að sjóða saltkjöt og baunir í crokpottinum.


Allt komið í pottinn og kveikt á Low kl 7 að morgni
og látið malla til kl 18 þegar við borðum kvöldmat,


Dásamlega gott og ég mundi ekki eftir að taka mynd 
fyrr en allir voru búnir að borða
(auðvitað frysti ég afganginn í mjólkurfernu og hef í matinn
þegar ég hef ekki tíma til að elda).

Monday, February 8, 2016

1 kalkúnn 6 máltíðir


Eftir Þakkagjörðadaginn keypti ég þennan kalkún á afslætti.



Hann var 4,6 kg og kostaði 3400




Ég bútaði hann niður 


þetta eru máltíðirnar
1.læri og vængir í crokpot
2.soðið af því fór í súpu
3.kalkúnagúllas í royal corma kjúklingasósu
4.kalkúnagúllas í butter chiken sósu
5.kalkúnabollur
6.kalkúnabollur


Máltíðin kostaði rúmar 500 kr 
sem er ásættanlegt.

Saturday, February 6, 2016

Föt á litla prinsinn.

Systir mín eignaðist barn á dögunum. 
Hún bað mig um að prjóna heimfarasett
en vegna sinaskeiðabólgu og fleiri atvika
kláraðist settið ekki fyrr en í dag.


Móðir hans var svo yndæl að senda mér mynd af 
Mikael Þór í fötunum sínum.