Vegan morgunmatur
1.
Kaldur hafragrautur
2 dl hafragrjón
2msk chia fræ
2 msk sesam og hörfræ
1 msk goji ber
1 banani
2-3 dl soyamjólk
Allt sett í krukku og geymt yfir nótt
Vola tilbúið um morguninn
2.
venjulegur hafragrautur
2 dl hafragrjón
3 dl vatn
2 msk chia fræ
1 tsk salt
Allt sett í pott og hitaðað suðu
borðað með soja mjólk
3.
boozt
1 dl hafragrjón
2 msk chiafræ
2 grænkálsblöð
slatti frosin hindber
sojamjólk þar til yfir flýtur
Blanda í blandara
Ummm rosa gott
4.
Bakaður hafragrautur
2 dl hafragrjón
3 dl sojamjólk
1 stappaður banani
1 msk vínsteinslyfitduft
(vissuð þið að royal lyftiduft er ekki vegan)
1 msk kanill
Öllu blandað saman í skál sem þolir bakarofn
bakað við 180 C í 25 mín
Borðað með möndlumjólk, hnetusmjöri og hindberjum
nammmm
5.
soja jógúrt með múslí og mangó
Ég þurfti að hafa fyrir því að finna sykurlaust
vegan jógúrt en það er til :)
Ég ætla að halda áfram áskorunni
og vera áfram vegan í morgunmat
í mars.