Sunday, May 31, 2015

Minimalismi í maí.

Ég er í facebookhóp sem fjallar um minimalisma 
to be more with less
og ég er gagntekin af þessari hugmynd
að eiga ekki meira en maður þarf.
Í þessum hóp eru áskoranir að losa sig við hluti
sem maður notar ekki eða vekja ekki gleði
1 hlut fyrsta dag mánaðar
2 hluti annan dag mánaðar
3 hluti þriðja dag mánaðar osfrv
þetta var maí hjá mér.......
































Allt dótið var gefið áfram 
og engu hent sem ekki var ónýtt.


Wednesday, May 27, 2015

Ræktun í gluggakistu.

Svona er umhorfs í gluggakistunni minni þessa dagana.


Laukur sem kann vel við sig í sólinni.


Jarðaberjaplanta.


Tegundin er Valotar.


Við skiptum þessu jarðarberi bróðurlega í 3 parta og
það bragðaðist dásamlega.


Ræktað af fuglafræi ég held að þetta verði sólblóm.


Önnur jarðarberjaplanta.


Tegundin er Honoje.


Basilika.


Rétt byrjað að koma upp Ylmbaunir.


Sólblóm uppáhalds blómin mín.


Kóriander ekki ennþá komið upp
ég skoðaði fræpakkann og á honum stendur best fyrir 1997
humm kannski rúmlega útrunnið.


Sítrírónuplantan mín ég gróðursetti sítrónusteina
og fékk þessa fallegu plöntu.


Spínatið mitt er ekki komið upp
og sérfróðir eru hissa á því 
en ég er búin að sá út spínati 
svo er bara að bíða og sjá.

Monday, May 25, 2015

Karteflur settar niður

Í dag setti ég niður karteflur 
tegundin er gullauga 
og blandan er 3/4 mold 1/4 kindaskítur
nú er bara að bíða og sjá.


Sunday, May 24, 2015

Gróðurkassar

Jibbí gróðurkassarnir mínir eru komnir
mér voru gefnir þessir kassar,gott að eiga góða að.


Þetta er garðurinn minn með kössunum mínum.


Í kassann fara jarðarber og í pottanan kryddjurtir.


Í stóra kassann fer spínat og í minni kassann kryddjurtir.


Ég veit ekki alveg með þennan kassa kannski eitthvert salat.


Í kassann og dekkið fara karteflur.


Nú er spurningin hvað á að setja í þetta ljóta gat á lóðinni.
eitthvað sem þolir norðanátt.
Ég er rosa rosa spennt ég og maðurinn minn ætlum að ná í mold
á morgun og ég ætla að byrja á því að setja niður karteflur.