Vorið lætur á sér standa það er kominn 11 maí og ennþá snjóar
og ég sem var búin að ákveða að þetta sumar myndi ég rækta.
Ojæja ég sái þá bara inni og sé til með að setja það út
þegar veðrið batnar.
Spínat í litlum skyrdollum.
Koriander í stauk undan próteindufti.
Það skal tekið fram að ég hef aldrei ræktað áður
og finn til vanmáttar en hef mikinn áhuga
og þá er bara að byrja og verða sér út um reynslu.
No comments:
Post a Comment