Monday, November 30, 2015

Endurunnin jólakort.

Ég hef mjög gaman af því að föndra jólakort og merkimiða.
Ég nota jólakortin frá því í fyrra og myndir úr bæklingum og 
notaðan jólapappír í bland við annað sem ég 
finn til að skreyta þau með


Þarna eru nokkur af jólakortunum í ár.
.

Sunday, November 29, 2015

Aðventukrans.

Aðventukransinn minn er minimaliskur.
Kertin steypti ég sjálf úr kertaafgöngum 
en keypti kveikinn í föndru og sandinn í Rauðakross búðinni.
Stjakinn sjálfur er amk 5 ára gamall og nota ég hann árlega
sem aðventukrans en í annan tíma sem venjulegan kertastjaka.
Til gamans þá kostaði skreytingin í ár 250 kr).


Thursday, November 26, 2015

Kertaluktir úr krukkum.

Ég hef gaman af því að finna not fyrir gamla hluti
systir mín kenndi mér þessa aðferð og mér finnst þetta koma vel út.


Lokið af krukkunni, gamall svampur og föndurefni frosting.
Límmiðar eru settir á krukkuna og frosting dumpað á hana alla.
Þegar allt er orðið þurrt eru límmiðarnir kroppaðir varlega af.


Mér finnst þetta mjög fallegar kertaluktir 
og á eftir að prófa aðrar aðferðir.

Friday, November 20, 2015

Umslög undir jólakortin

Ég viðurkenni að ég er spennt fyrir jólaföndurblöðum
en geri svo lítið með þau annað en dreyma og strjúka blaðsíðurnar
en í ár datt mér þetta í hug.


Ég bjó til umslög fyrir jólakortin út blaðinu
og ég verð að segja að fallegri og jólalegri umslög
hef ég ekki séð lengi,

Saturday, November 7, 2015

Jól í skókassa.

Í nokkur ár hef ég tekið þátt í þessu verkefni
og markar það upphafið af jólaundirbúningi hjá mér.


Kassarnir fara til barna í Úkraínu og ég gleðst í hjarta mínu
vegna þess að 3 drengir 14-18 ára fá jólagjöf í ár.


Skil á skókössum í dag á Egilsstöðum í safnaðarheimilinu kl 11 - 14.

Wednesday, November 4, 2015

Karteflugóðgæti.

Ég hef undanfarið leitað leiða til að minnka matarkostnaðinn hjá fjölskyldunni.
Eitt af því sem mér hefur dottið í hug er að elda og frysta til að eiga
þegar ég nenni ekki eða hef ekki tíma til að elda,
þessar karteflur eru mitt drauma meðlæti passa með næstum hverju sem er.


4 bökunarkarteflur skornar í tvennt og penslaðar með olíu
bakaðar við 200 gráður í 50 mín.


Takið svo gumsið innan úr þeim og setjið í skál.


blandið í það sem þið viljið 
mér finnst gott að setja,ost,og vorlauk.
og setjið aftur í karteflurnar og beikon ofaná.


Og stingið oftur inn í ofnin í ca 10 mín .


Rosa gott en fjöldkyldan var sammála um að beta væri að steikja beikonið
og brytja það samanvið, svo ég hef gert það síðan.
Borða helming og skella hinu í frost.

Tuesday, November 3, 2015

Kertagerð - líma mynd á kerti.

Ég hef búið til kerti úr afgangs kertastubbum lengi.
Ég kaupi kveikinn í föndru og kertaglös í rauðakrossbúðinni.
Margir ættingjar og vinir eru farnir að gefa mér sína kertaafganga
og kann ég því vel.
Ég ákvað að prófa að líma myndir á kertin mín 
og ég er svona ljómandi ánægð með árangurinn.


Eldtefjandi efni, kerti, blað með nótum og pensill.


Eldlefjandi efnið borið á kertið og blaðið.


Vola þetta fína kerti.


Kertið mitt byrjað að brenna niður.
Ég mun gera fleiri svona kerti.


Monday, November 2, 2015

Sparnaðarráð - Gulrótasúpa.

Eitt besta sparnaðarráð sem ég hef fengið er að 
hafa eina máltíð á viku sem í er hvorki kjöt né fiskur.
Þessi gulrótasúpa er vinsæl heima hjá mér.


350 gr gulrætur
1 laukur 
8 dl vatn
grænmetisteningur 
lárviðarlauf
salt 
pipar

sjóða í 30 mín
 mauka svo í blandara 
borið fram með rjómalögg,


Sunday, November 1, 2015

Lopavettlingar

Nú er farið að kólna og mál til komið að prjóna sér hlýja vettlinga
þessir eru úr bókinni Vettlingar og fleira.


Svartir í vinnuna mína og hvítir utan vinnu,
ég er bara mjög ánægð með útkomuna.