Tuesday, November 3, 2015

Kertagerð - líma mynd á kerti.

Ég hef búið til kerti úr afgangs kertastubbum lengi.
Ég kaupi kveikinn í föndru og kertaglös í rauðakrossbúðinni.
Margir ættingjar og vinir eru farnir að gefa mér sína kertaafganga
og kann ég því vel.
Ég ákvað að prófa að líma myndir á kertin mín 
og ég er svona ljómandi ánægð með árangurinn.


Eldtefjandi efni, kerti, blað með nótum og pensill.


Eldlefjandi efnið borið á kertið og blaðið.


Vola þetta fína kerti.


Kertið mitt byrjað að brenna niður.
Ég mun gera fleiri svona kerti.


1 comment:

  1. Þetta er flott!!!
    Nú veit ég hvað ég geri við allar gömlu nóturnar mínar :)
    Kv. Sóley

    ReplyDelete