Friday, April 29, 2016

Heimatilbúinn hummus

Ég elska baunir og líka hummus
sennilega af því að megnið af honum er baunir
ég fann þessa uppskrift í bókinni hennar Sollu.


1 dós kjúklingabaunir
2 msk safi úr dósinni
3 msk tahini (fæst í Bónus)
3 msk sírtónusafi
2 msk olía
1 marið hvítlauksrif (ég vil heldur 2 eða 3 ;)
smá salt og paprikuduft


Allt sett í matvinnsluvél og maukað.


Ummm girnilegt.


Dásamlegt á brauðið
og geymist 5 daga í kæli
ef það er ekki búið áður eins og hjá mér.

No comments:

Post a Comment