Monday, July 18, 2016

Heimatilbúið soja jógúrt

Ef ég á að nefna eitthvað sem ég hef saknað síðan ég varð vegan
er það sennilega jógúrt og músli morgunblandan mín.
Hér á Egilsstöðum er næstum aldrei til hreint sykurlaust soja jógúrt
og ég er búin að reyna margar mismunandi uppskriftir en ekki dottið niður 
á neitt gott fyrr en núna.


Uppskriftin er svona
hálft stykki firm tofu
6 tsk cashewhnetur 
6 döðlur 
1 banani 
1/2 dl vatn meira ef þarf

Allt sett í blandarann og á fulla ferð.

næst ætla ég að leggja döðlurnar í bleyti í vatninu 
og mauka þær fyrst.


Svona líka fallegt og dásamlega gott


Soja jógúrt með múslí og kirsuberjum
namm namm.

No comments:

Post a Comment