Monday, November 21, 2016

Endurnýttur jólapappír.

Jólapappírinn á aðfangadagskvöld
er vel hægt að nýta aftur.
Misjafnt er þó hversu heillegur hann er
eftir að búið er að rífa upp gjafirnar.
Ég mælist til þess við heimilismeðlimi 
að fara vel með pappírinn en hvað þeir 
gera ráða þeir auðvitað sjálfir.


Jólapappírinn frá því í fyrra
tilbúinn til notkunar.
Ég hef heyrt að sumir straui pappírinn
til að fá hann alveg sléttann og finnst mér það góð hugmynd
en þar sem ég á ekki straujárn og ætla ekki að eignast
þannig grip geri ég það ekki.
Fyrirsætan Moli komin að fylgjast með.


Pakkað inn í jólapappírinn frá því í fyrra.


No comments:

Post a Comment