Thursday, April 20, 2017

Ræktun 2017


Jibbí kominn tími til að hefja ræktun.


Grænmetis og ávextisafskurður og notað kaffi


Fylla upp með mold og gulrótafræ í.


Fræ sett niður




Búið að merkja allt.


Þrem vikum seinna allt að gerast.


Gulrætur


Gúrkur


Kál


Sallat


Grænkál


Baselika.


Grænkál.

Spínat.



Tuesday, April 4, 2017

Minimalisk áskorun í mars- ekki kaupa neitt.

Áskorunin í mars var ekki kaupa neitt 
og gekk það vel að flestu leiti
nema 1.mars var ég stödd í Reykjavík
og fann ferðatöskuna mína sem ég er búin 
að leita að í langan tíma.
Ferðataska sem passar í handfarangur 
jafnvel hjá WOW air.



Thursday, March 2, 2017

Það sem ég keypti í febrúar.


Eftir að hafa ekki keypt neitt 2016 vel ég betur það sem ég kaupi og þetta keypti ég í febrúar.



Nestisbox því ég tek alltaf með mér nesti í vinnuna 
og lokið á gamla boxinu mínu lak sem er bagalegt.
Nýja boxið gleður mig daglega og ég þarf ekki að hafa poka utan um það.


Sundbolur því ég týndi mínum gamla hálfónýta bol í október
og hef ekki getað farið í sund síðan,ég er reyndar ekki mikil 
sundmanneskja en elska heita pottinn og það gleður mig.


Grænmetisyddari, mig hefur lengi langað í svona yddara til að gera
grænmeisspaghettý og ég hef borðað það næstum daglega síðan ég
keypti mér hann og það gleður mig.




Wednesday, March 1, 2017

Mars áskorun og hvernig gekk í febrúar.

Í febrúar var áskorunin að fara ekki á facebook og lesa eitthvað daglega
þetta gekk vel ég tók þátt í landsátakinu allir lesa og las 32 tíma sem ég er ánægð með.
Fyrsta facebooklausa vikan var erfið en eftir það gekk allt vel.
Ég ákvað að taka facebook út út símanum mínum svo ég þarf að fara í tölvuna
til að fara þangað og það letur mig til þess.
Mars áskorun er ekki kaupa neitt nýtt og ekki henda neinu
sjáum hvernig það gengur.

Tuesday, February 14, 2017

Losa sig við hluti í janúar

Enn og aftur tek ég þátt í áskorun að losa sig við hluti 
jafnmarga dögunum í mánuðinum.
1 hlut 1. janúar 2 hluti 2.janúar osfrv.
Róðurinn er að þyngjast.































Tuesday, January 31, 2017

Hvernig gekk í janúar og febrúaráskorun.

Janúaráskorun var að borða það sem til var og gekk það mjög vel
bæði sér vel á skápum og frystikistu.
Ég ætlaði líka að láta 10.000 duga í matarinnkaup á viku
og gekk það stundum upp og stundum ekki.

Febrúaráskorun er engin facebook,youtube,snapp
og lesa eitthvað alla daga.

Sunday, January 29, 2017

Þetta keypti ég í janúar.

Ég var í kaupbanni 2016 og það gekk vel
það var þó eitt og annað sem var kominn tími á.
Ég hef ákveðið að hugsa meira um það 
hvað ég kaupi og hvort það auki gæði lífs míns.
Þetta keypti ég í janúar 2017.


Lesgleraugu
þau bæta líf mitt, ég verð ekki eins þreytt að lesa námsefnið mitt
og er líka farin að lesa mér til ánægju.


Gönguskó og sokka.
þeir bæta líf mitt vegna þess að sólinn datt undan gömlu skónum
og ég var búin að reyna að láta líma þá áður og
ég er spenntari fyrir því að ganga í vinnuna og fara í gönguferðir
á nýju skónum.



Þrennar buxur keypti ég á pokadegi í rauða krossinum á 1500 kr 
þær bæta líf mitt því ég átti bara eftir einar leggings og ekkert til 
skiptanna og það er nauðsynlegt að eiga til skiptanna.


Þessa peysu keypti ég í rauðakross búðinni á 600 kr
mig vantaði berti preysu til að fara í á fundi
hún bætir líf mitt með því að veita mér gleði.